Vikan


Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 62

Vikan - 21.01.1982, Blaðsíða 62
Á enga vini Elsku Póstur. Þartnig er mál með vexti að ég er svo einmana. Ég á bara einn vin. Við erum búnir að vera vinir frá því við vorum þriggja ára en hann er búinn að eignast aðra vini og hann nennir aldrei að hitta mig nema í neyð en mér finnst leiðinlegt að vera einhver varaskeifa. Í skólanum er ég útundan hjá strákunum og kemst ekki í klíkuna hjá þeim heldur hangi ég og horfi á. Ég er agalegur í íþróttum, kann ekki baun, geri alltaf villur og er alltaf skammaður. Geturðu hjálpað mér, elsku Póstur? Vonandi er Helga södd. Einn mjög einmana. Vertu ekki svona óhress með sjálfan þig. Það er greinilegt að þú nýtur lítils álits í eigin augum þannig að það er ekki nema von að þú eigir erfitt með að kynnast fólki þegar þú ert svona hræðilega ómögulegur. En auðvitað er þetta allt saman mis- skilningur. Þú gerir allt of mikið úr eigin vanköntum og gleymir því hreint alveg að þú býrð líka yfir mörgum góðum kostum, sem aðrir eiga að fá að njóta með þér. Láttu það ekki á þig fá þótt þú sért slappur í íþróttum, það eru fleiri, og þér gengur áreiðanlega betur í einhverju öðru i staðinn. Þú verður að taka á þig rögg, hætta að vorkenna sjálfum þér og drífa þig í hópinn. Þú ert ekki á nokkurn hátt verri en aðrir og verður að læra að líta þannig á þig. Þú getur alveg eignast vini og félaga eins og aðrir ef þú bara vilt. Hefurðu ekki einhver áhugamál sem þú gætir sinnt og kynnst öðrum krökkum i sambandi við það, í skólanum eða félagsmiðstöðvunum? Það er staðreynd að um leið og þú ferð að geta litið sjálfan þig réttu auga og verið ánægðari með þig fer þér líka að ganga betur að eignast vini og verður sælli með lífið. Æðislega hrifinn af D. Sæll kæri Póstur. Ég kaupi alltaf Vikuna og fmnst hún góð. Ég ætla að biðja þig að rœða þetta vandamál áður en ég dey úr ást og afbrýðisemi. Málið er að ég er æðislega hrifmn af D. sem er Ijóshærð og œðislega sæt. Hún var með strák í 8-9 mánuði eitthvað svoleiðis. Þegar hún hætti með honum hef ég greinilega gert mér of miklar vonir því nú er hún alltaf að rúnta með T. á ógeðslegum bíl og ég dey úr afbrýðisemi einhvern daginn. Ég hef oft reynt við hana en hún þykist ekki taka eftir því. Hvað á ég að gera til að ná I hana og enga aðra? Einn að deyja úr ást. Það fylgir ekki sögunni hvort þú þekkir D eða ekki og hvort hún hafi gefið þér einhverjar vonir eða hvort þetta er allt í kollinum á þér. Ef hún þekkir þig vel en sýnir þér samt ekki meiri áhuga má Ijóst vera að hann er ekki fyrir hendi. Ef hún þekkir þig á hinn bóginn ekki neitt verður þú að byrja á því að komast í tæri við hana og beita töfrunum á hana. Sjálfsagt þekkið þið að einhverju leyti sama fólkið, reyndu að smygla þér í hópinn sem hún umgengst mest. Vertu ákveðinn og áræðinn en ekki of ágengur. Ef ekkert gengur .þá verðurðu að bíta í það súra epli að hugur stúlkunnar stendur til annars og ekki um annað að ræðaen sætta sig við það og leita á önnur mið. PENNAVINIR Anna L. Jóhannesdóttir, Syðra Langholti 3, Hrunamannahreppi, 801 Selfossi, óskar eftir að skrifast á við stráka og stelpur á aldrinum 11-13, er sjálf 12 ára. Áhugamál: partí, íþróttir, diskótek, hestar, sælir strákar og margt fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. LUKKUPLATAN Sumir segja að hann hafi komið með sunnanvindinum og flestir eru sammála um að gusti í kringum manninn Hann spilar á hljóðfœri sem eitt og sér hefur haldið uppi ballmenningu Islendinga í áratugi, fyrst nœr einrátt en nú ásamt öðrum rafvæddari gripum. Það þekkja hann árciðanlega allir því hann hefur sungið sig inn á flest heimili. Ritið nafn mannsins og föðurnafn hér fyrir neðan og freistið gæfunnar. Er þið eruð heppin hreppið þið nýjustu plötuna hans. Nafn hans er _____________________________________ Sendandi er:______________________________________ Heimiii __________________________________________ Póstnúmer____________________Póststöð_____________ Utanáskriftin er: VIKAN, lukkuplatan '82-3 PÓSTHÓLF 533,101 REYKJAVÍK. Arnhild Haraldsen, Postboks 84, Sandpessjoren, Norway, er 14 j gömul stelpa sem óskar eftir að kon1 ^ bréfasamband við stráka sem orU . en hún. Áhugamál: að skrifa þéf- sund, dýr o.fl. Jóna K. Halldórsdóttir, Bugðul*k'A 105 Rvk., og Erla U. Sigurðaro0 Vesturbergi 70, 109 Rvk., óska ^ pennavinum á aldrinum 14-19 ara- sjálfar 15 ára. Áhugamál margvískS' Guðný R. Ingimarsdóttir, Álfaskc' 1 • 220 Hafnarfirði, óskar eftir penna^n.fJ á aldrinum 11-13 ára. er sjálf •- Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægter- • i 2* Ólöf Baldursdóttir, Háabarðt *• Hafnarfirði, óskar eftir pennavi?0 aldrinum 13-16 ára, er sjálf 14- 'V 'g mál: ferðalög, dans.diskótek, skl^{f sætir strákar. Mynd fylgi fyrsta °r hægt er. Svarar öllum bréfum. Elma Halldórsdóttir, Miðholh #• Akureyri, er fjórtán ára og óskar ]|r pennavinum, strákum og sieL,- Áhugamál: dans, böll, strákar. ballett o.fl. Mynd fylgi fyrsta hre hægt er. jj, Silja Bára Ómarsdóttir, Túng°ta j( 625 Ólafsfirði, Kristín Sigurðar 0 |( Túngötu 19, 625 Ólafsfirði og V ^ Sigurgeirsdóttir, Hlíðarvegi ^5, lt Ólafsfirði,óska eftir að skrifast á v' |t; 12 ára gamla stráka og stelpur- fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Ester Gunnsteinsdóttir, Skólag°r 200 Kópavogi, óskar eftir penna'i'11 aldrinum 9-11 ára, er sjáll ' .ir Áhugamál: tónlist, íþróttir, o.fL ' , fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. . i4l|( Hulda Magnúsdóttir, Fjarðarasi • Reykjavík, óskar eftir að skrifas1 ;(J stelpur á aldrinum 13-H .(|ji Áhugamál: tónlist, sund og bréfas Mynd má gjarna fylgja fyrsta bréu- Agla Huld Þórarinsdóttir, Vestur^J 47, 109 Rvik, óskar eftir að skrifa^jl stelpur, helst úti á landi. ÁhuS blóm, dýr, dans og iþróttir. Magnús Þ. Guómundsson, Hs*'arLiii 8, Nesjum 781 Hornafirði og óuj1' Már Jóhannsson, Skaftafelli. Or ( 785 A-Skaft, eru 17 ára stráka< langar til að skrifast á við stt ^;piJ aldrinum 15-17 ára. Mynd fy*®1.,.# bréfi ef hægt er. Áhugamál: al1 stelpur, rúnturinn, böll, o.fl. c ••• Guðrún M. Karlsdóttir, ^ ».• Suðureyri, óskar eftir að skrifa^ stráka og stelpur á aldrinum l^'vj5|rf er sjálf 14 ára. Áhugamál tuarai( c Mynd fylgi fyrsta bréfi ef ll‘c' Svararöllum bréfum. # SU.' „ Tl# Mr. Sundeep Joshi, 10 GOKHALE rd. Nsupada. ' ep 400602, Ms. India, öskar ^ pennavinum á íslandi. Á pennavinir og lestur. 62 Vikan 3. tbi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.