Unga Ísland - 01.10.1938, Qupperneq 5

Unga Ísland - 01.10.1938, Qupperneq 5
UNGA ÍSLAND XXXIII. ÁRG. 8. HEFTI OKT. 1938 mgve ir. „En hátt á eldhrauni upp þar sem ennþá hún Oxará rennur ofan í Almannagjá Alþingi feðranna stóð“. Þessa vísu kann hvert mannsbarn á landinu, veit hver hefir kveðið hana og hvaða stað er átt við. Eitthvað hlýtur nú að vera sérstakt við hvoru- tveggja, manninn og staðinn, sem nær slíkri hylli. Jónas Hallgrímsson ætla ég ekki að ræða um hér, en fara aftur á móti fá- einum orðum um frægasta staðinn á landi hér: Þingvelli við Öxará. Inn á milli heiðanna og fjallanna upp af Suðurlandsundirlendinu er dalur mikill, er nær allt upp að jöklum. All- ur norðurhluti hans er mjög fylltur hraunum, er runnið hafa frá ýmsum g'osstöðvum og er þar Skjaldbreiður langstærst, enda lokar hann dalnum að nokkru. f norðurhluta dalsins er Þingvallavatn, djúpt og víðáttumikið. Við norðurenda þess eru Þingvellir eins og allir vita, en flestir bæir í Þing- vallasveitinni standa fram með því að austan og vestan. Flesta langar til að koma til Þingvalla einhverntíma á æfinni. Enda koma þangað þúsundir manna á ári hverju, innlendir og út- lendir. En livað er nú allur þessi fjöldi að vilja þangað ? yrði nú ef til vill ein- hverjum á að spyrja. Og svarið myndi verða eitthvað á þessa leið: Að sjá þann stað, er Alþingi var háð á í meir en 800 ár, sjá Almannagjá, Öxarárfoss og gömul mannvirki. Ef þú, lesari góð- ur, hefir komið þar, muntu samsinna því og þú munt líka verða mér sam- mála, er ég tel það flestum ofvaxið, að lýst þeim stað svo að verulegu gagni megi verða fyrir ókunnuga. Og þó þú hafir komið þar og hafir verið til lengri dvalar — og haldir kannske að þú sért orðinn þaulkunnugur Þingvöll- um, þá skulum við nú leggja upp á nýjan leik og vita hvort við verðum nokkurs vísari. Við skulum gera ráð fyrir að við séum í sumarleyfi. Við hittum umsjónarmanninn í Þingvalla- bænum — bærinn var byggður fyrir Alþingishátíðina 1930 — og fáum hjá honum leyfi til að tjalda. Líklega vísar hann okkur á tjaldstað austur í hraun- inu. Við ætlum nefnilega að búa í tjaldi og vera sjálfum okkur nógir. Það er frjálsara, skemmtilegra og ódýrara. Á leiðinni austur túnið göngum við fram hjá dálítilli tjörn. Hún er nærri kringl- ótt, bratt niður að henni og vatnið

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.