Unga Ísland - 01.10.1938, Síða 13

Unga Ísland - 01.10.1938, Síða 13
UNGA ÍSLAND 117 legra breytinga. Miklu fremur eins og endurtekning á hinu sama. Og þó. — Nei, þetta er ekki rétt. Það hafði fjöl- margt breyst. En það sem breyttist, breyttist aðallega fyrir starfsemi mannanna. Vegurinn, sem byrjað var að leggja inn dalinn í hitteðfyrra, var nú lagður alla leið inn á eyrar, milli Holts og Hamars. Nú var hægt að komast með hestvagna alla leið í kaup- staðinn, út á Tanga. í fyrra sumar hafði líka verið reist nýtt, myndarlegt íbúðarhús úr grárri steinsteypu á Hamri. Gamli torfbærinn var rifinn til grunna. Nú svaf ekki allt vinnufólkið lengur í sama herberginu, sem kallað- ist baðstofa. Nú var hún engin til lengur, allt voru kölluð herbergi, suð- urherbergi, norðurherbergi, hjónaher- bergi og gestaherbergi, sem kallaðist stofa. Það var búið að ferma Siggu og hún sjálf var nú bráðum fullorðin stúlka. Þetta sumar hafði hún orðið að raka á túni og engjtfm eins og þeir, sem eldri voru. Bernska hennar var liðin burt, eins og hjá mér og eins og hún bráðum líður hjá þér. Nú svaf Sigga í suðurherberginu með Gunnsu frænku en Skúli Bjartmar svaf inni hjá pabba og mömmu í hjóna- herberginu. Ég bið ykkur annars að fyrirgefa þetta, sem ég sagði áðan, því að svona margt var það og reyndar miklu fleira, sem hafði breyst. Þess má einnig geta, að þetta sumar hafði ólafur bóndi á Hamri tekið upp alveg nýjan sið, sem þó var ævagamall í landinu, en aðeins búið að leggja nið* ur víðast hver um þetta leyti. Hann hafði fært frá nokkrum ám, til þess að fá mjólk þeirra í heimilið. Ánna var Guðmundur hét. Kallaður Gvendur smali og var afarmerkileg persóna, en kemur reyndar lítið við sögu hér. Það var komið fram í síðari hluta septem- bermánaðar og nú var vinur okkar, Skúli Bjartmar, orðinn átta ára. Stutt- ur og digur strákur, með feitar kinn- ar, söðulbakað nef, ljóst og hrokkið hár og grá augu. Þannig var í stuttu máli útlit hans. Þess þarf tæplega að geta, að honum sjálfum fannst hann allra fallegasti strákur, og fannst einnig sjálfum, að hann vissi talsvert mikið um leyndardóma þessa lífs. Hitt er svo sem annað mál, hve vel honum gekk að láta fullorðna fólkið, og jafnvel Bensa vin sinn, skilja, hve merkileg persóna hann var. En til þess að færa sönnur á, að þetta álit hans á sjálfum sér væri ekki alveg út í bláinn, skal þetta tekið fram: Hann gat stokkið jafnfætis yfir bæjarlækinn,bæði aftur á bak og áfram, án þess að detta á boss- ann, eins og í fyrra. Hann gat staðið á höfði og látið sína sveru og hnubb- aralegu fætur standa þráðbeint upp og út í geiminn, eins og Gvendur (það gat Bensi aldrei gert). Hann gat tugg- ið puntstrá og spýtt munnvatni sínu meterslangt frá sér, eins og Sighvatur í Holti tóbaksleginum. Hann kunni utan að söguna um Rauðhettu og sög- una um Mjallhvít og dvergana sjö. Hann gat lesið bækur og talið upp að hundraði. En hann hafði enn ekki feng- ið að fara í réttir. Svo átti hann þá að fá að fara 1 haust. Það langþráða tak- mark var í nálægð. Hvílík tilhlökkun! Ekki kom þetta þó án erfiðis, fremur en annað í lífinu. Honum hafði sem sé verið heitið þessu gegn því að hann 'Ar. Bk gætt á daginn uppi á hálsinum af tólfigimokaði fjósið í hálfan mánuð og gerði ára gömlum dreng frá Hafnarfirði, semWþað vel. Síðan hafði hann mokað fjóS'

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.