Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 27
lÞjóðr^!misf@lag|§iras
Eftir prófessor Richard Beck
Aödragandi og stofnun
Þjóðræknisstarfsemi íslendinga í
Vesturheimi á sér langa sögu að baki,
því að í reyndinni er hún jafngömul
landnámi þeirra þarlendis; má sér-
staklega rekja rætur hennar til há-
tíðarhalds og félagslegra samtaka ís-
lendinga í Milwaukee-borg í Wiscon-
sin í Bandaríkjunum árið 1874. Þetta
ár var, eins og kunnug er, eitt af allra
rnerkustu og mikilvægustu tímamót-
um, einn af hátindunum, í sögu hinn-
ar íslensku þjóðar. Þá var hátíðlegt
haldið þúsund ára afmæli íslands-
bygðar, og í tilefni af þeim mikils-
yerða atburði gaf Danakonungur, að
áskorun Alþingis, íslandi all-frjáls-
lynda stjórnarskrá. Var þar um að
ræða glæsilega sigurvinning í stjórn-
frelsis-baráttu þjóðarinnar og grund-
völlurinn lagður að nýju framfara-
Þmabili í sögu hennar. Fögnuður-
inn var því almennur um land alt, og
bárust áhrifin af þeirri hrifningar og
fagnaðaröldu, sem þá gekk yfir land-
vestur um haf og vöktu bergmál í
hugum þeirra íslendinga, er flutt
böfðu búferlum til Vesturálfu, en
þeir voru þá enn næsta fámennur
flokkur. Var aðal-bækistöð þeirra í
MilWaukee-borg.
Þó ekki væri stór hópur þeirra,
vildu þeir eigi vera eftirbátar landa
sinna heimafyrir í því að minnast
Þúsund ára afmælis bygðar íslands,
°g gerðu það með prýði, sjálfum sér
°g landi sínu til sæmdar, enda var þar
mannval gott, þótt ekki væri marg-
menninu til að dreifa. En hér var
eigi aðeins um að ræða fyrsta ís-
lenskan þjóðminningardag í Vestur-
heimi. Við þetta tækifæri var einnig
haldin hin fyrsta íslenska messugerð
vestan hafs, er séra Jón Bjarnason
stýrði. Flutti hann afar tilþrifa-
mikla og máttuga hátíðarprédikun,
þar sem djúp ættjarðarást, trúarhiti
og málsnild haldast í hendur. Verða
menn langt að leita að kröftugri þjóð-
ernishvöt, en þar er að finna. En
þeim, sem fræðast vilja frekar um
þessa söguríku þjóðminningarhátíð,
má vísa til hinnar prýðilegu ritgerð-
ar um það efni eftir dr. Rögnvald
Pétursson, sem kom út í Tímariti
þessu 1933; er þar bæði að finna frá-
sögn séra Jóns um hátíðarhaldið og
ítarlegan útdrátt úr hinni kröftugu
og fögru ræðu hans.
Loks er enn eitt merkisatriði í
sambandi við þessa fyrstu þjóðhátíð
íslendinga vestan hafs. Jafnhliða
henni stofnuðu þeir félagsskap með
sér, er þeir nefndu “fslendinga-félag
í Ameríku”, og voru lög þess í ellefu
greinum samþykt á fundi íslendinga
í Milwaukee á sjálfan þjóðhátíðar-
daginn. En samkvæmt 2. málsgrein
laganna er þetta höfuðmarkmið fé-
lagsins:
“Sá er tilgangur félagsins, að varð-
veita og efla íslenskt þjóðerni meðal
íslendinga í heimsálfu þessari og
hinn frjálsa framfarar og menningar-