Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 28
4
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉIAGS ÍSLENDINGA
anda, er á öllum öldum fslandssögu
hefir verið þjóð vorri til svo mikils
sóma, en sporna við öllu því í andleg-
um og veraldlegum efnum, er leiðir
til ins gagnstæða.
Sér í lagi er það tilgangur félags-
ins að vera sambands-liður milli ís-
lendinga á ýmsum stöðum í álfu þess-
ari og á milli íslendinga hér vestra og
landa vorra heima á íslandi eða í öðr-
um löndum.”
Hér var því bæði um þjóðræknis-
legt og allsherjar íslendingafélag að
ræða, eins og fram kemur glögglega í
11. grein laga þess: “Félagið kýs sér
fulltrúa svo marga og á svo mörgum
stöðum, sem nauðsynlegt þykir.
Þessa menn velur stjórn félagsins.
Fulltrúar skýri stjórninni einu sinni
á ári eða oftar frá ástandi allra ís-
lendinga í hvers eins bygðarlagi.’T)
Vagga íslenskrar þjóðræknisstarf-
semi vestan hafs, sem síðan hefir í
ýmsum myndum lifað og blómgast,
við misjöfn kjör eins og aðrar menn-
ingarlegar hreyfingar, stóð því í
Milwaukee-borg fyrir 70 árum síðan.
íslendingafélagið í Milwaukee varð
þó eigi langlíft, og olli því ekki síst
burtför leiðtoga félagsins og annara
íslendinga þaðan úr borg bæði til
Minnesota og Nýja íslands. Fjarri
fór þó, að hugsjónin sem stóð að baki
þeim félagsskap, hugsjónin um að
varðveita íslenska tungu og þjóðerni,
hyrfi þar með úr sögunni. Hún átti
1) Hér hefir fylgt verið sjálfu frum-
riti laga félagsins, sem er með eigin-
hendi Jóns ólafssonar skálds, er var
skrifari þess, en séra Jón Bjarnason var
forseti þess. Er frumrit laganna nú í
vörslum Þjóðræknisfélagsins, þangað
komið úr dánarbúi landnámshöfðingj-
ans Sigtryggs Jónassonar.
sér, góðu heilli, altof djúpar rætur í
hugum manna til þess að geta horfið
þeim úr minni, og hún braust fram í
nýrri mynd í hinum ýmsu bygðarlög-
um þeirra. í íslensku nýlendunni í
Minnesota hófst mjög snemma á ár-
um félagsskapur mjög í anda íslend-
ingafélagsins í Milwaukee, og lá
mönnum þungt á hjarta, hvernig þeir
gætu “best varðveitt menning og
sóma sín á meðal.”
Þá er ekki síður merkileg mynd-
un hinnar sérstöku stjórnarskipunar
fyrir Nýja ísland á landnámsárunum
þar. Var þar ekki um annað eða
minna að ræða heldur en íslenskt
“ríki í ríkinu”; og fyrirmyndarinnar
er ekki langt að leita; eins og bent
hefir verið á, er hana að finna í þeirra
sveita-stjórnarskipun, sem þá var við
lýði á íslandi. Stjórnarskipun Nýja
íslands hvíldi á ramm-íslenskum
grundvelli; hún var sprottin upp af
sterkum sjálfstæðishug og vak-
andi þjóðræknismeðvitund nýlendu-
manna; hún var með öðrum orðum
öflug og ákveðin þjóðræknishreyf-
ing. Henni var ætlað að stuðla að
því, að nýlendan yrði “tungu vorrar
griðland” og “friðland hins forna
fjársjóðs vors í bögu og sögu þess
horfna”, eins og Guttormur J. Gutt-
ormsson skáld orðaði það í hinu son-
arlega og fagra kvæði til hennar,
“Sveitin mín”.
Eigi höfðu íslendingar heldur
lengi verið í Winnipeg, þegar þeir
stofnuðu með sér fslendingafélag,
haustið 1877. Hér gætir aftur beint
áhrifanna frá Milwaukee, því að þeir
menn, sem einkum gengust fyrir fé-
lagsstofnun þessari, voru þaðan
komnir. Tilgangur félags þessa, eins