Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 29
5
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
og fram kemur í lögum þess, var og
hinn sami sem markmið hins fyrsta
íslendingafélags þeirra Milwaukee-
manna. Síðar var félag þetta nefnt
“Framfarafélag fslendinga í Vestur-
heimi”; starfaði það með miklu fjöri
um tíu ára skeið og lét mörg mál til
sín taka.D
Eru félagssamtök þau, er að fram-
an eru talin, hér nefnd sem dæmi
þess, að þjóðræknisstarfsemi í ein-
hverri mynd má teljast jafnaldra
landnámi íslendinga hérna megin
hafsins. Allur þorri þeirra, sem á
annað borð hafa nokkuð verulega
hugsað um hlutskifti sitt og sinna og
framtíð í landi hér, hafa unað illa
þeirra tilhugsun, að þeir hyrfi sem
dropi í sjóinn í þjóða-hafinu hér í
^lfu; þeir hafa því viljað standa
saman um það, að þeir gætu haldið
andlegu sjálfstæði sínu, tungu og
þjóðerni í lengstu lög. Kjörorð
Fjölnismanna hafa verið skorin á
skjöld þeirra: “Vér viljum vernda
uiál vort og þjóðerni”. Þessi þjóð-
ræknis- og þjóðræktarmeðvitund,
hert í eldi 70 ára reynslu í landi hér,
1 mótbyr eigi síður en meðbyr, fann
sér öfluga framrás í stofnun Þjóð-
ræknisfélags íslendinga í Vestur-
heimi fyrir aldarfjórðungi síðan.
Skal nú horfið að þeim atburði, en
aðeins stiklað á stærstu steinum, því
■*■) Um myndun félags þessa og
stefnu, sjá ritgerð séra Friðriks J. Berg-
jnann, “Saga íslensku nýlendunnar í
hænum Winnipeg”, Almanak ó. S. Thor-
Seirssonar, 1903. En um áhrifin frá ts-
endingafélaginu i Milwaukee er mikinn
róðleik að finna i kaflanum “Félags-
andinn frá Milwaukee” í 2. bindi Sögu
jslendinga i Vesturheimi eftir Þorstein
Þ- Þorsteinsson, Winnipeg, 1943.
að tildrög stofnunar félagsins voru
glögglega rakin og nákvæmlega í rit-
gerðinni “Þjóðræknisfélagið 20 ára,”
eftir dr. Rögnvald Pétursson, einn af
helstu forgöngumönnum að myndun
félagsins og fyrsta forseta þess. Birt-
ist ritgerð þessi hér í ritinu 1939. Þar
er einnig ítarlega lýst sjálfri stofnun
félagsins og greint frá því, hvernig
umhorfs var í þjóðfélaginu bæði í
Canada og Bandaríkjunum, er grund-
völlurinn var lagður að félagsstofn-
uninni. En eðlilega setti hið þjóð-
félagslega ástand nokkurn svip á fé-
lagsmyndunina og hafði áhrif á af-
stöðu manna til þess. En á þeim
styrjaldarárum lá í lofti beggja
megin landamæranna andúð og tor-
tryggni gagnvart öllu því, er “útlent”
var talið, og átti sú tilfinning sér þó
miklu lengri sögu. Er ekki erfitt að
skilja, hversvegna mörgum íslend-
ingum, sem báru í brjósti djúpstæða
rækt til þjóðar sinnar og menningar,
fundust þær ástæður knýja þá til
samtaka um varðveislu menningar-
erfða sinna; en á hinn bóginn er það
jafn skiljanlegt, að varhugavert
þótti að leggja út í slíka félagsmynd-
un meðan á stríðinu stóð; enda dróst
félagsstofnunin af þeim ástæðum.
Var fyrsti fundur til að ræða um
stofnun íslensks Þjóðræknisfélags í
Winnipeg haldinn að heimili Árna
Eggertssonar 10. jan. 1917. Vegna
stríðsins varð ekkert af frekari fram-
kvæmdum fyr en haustið 1918, er
haldin var fundur í samkomuhúsi
Skjaldborgar safnaðar, og tók nú að
færast skriður á málið.
Vegna samkomubanns var næsti
fúndur þó eigi haldinn fyr en eftir
áramót, í samkomuhúsi Goodtempl-