Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 30
6
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ara 7. jan. 1919. Eftir ítarlegar um-
ræður um málið, var samþykt svo-
hljóðandi tillaga þeirra Jóns J. Bíld-
fell og Ásmundar P. Jóhannsson:
“Að kosin sé 30 manna nefnd, er
vinna skuli að undirbúningi þessarar
fyrirhuguðu félagsstofnunar fram til
almenns fundar. Skal nefndin semja
ávarp, er sendast skal mönnum í hin-
um ýmsu bygðarlögum vorum hér í
álfu, og með því sé á þá skorað að
gangast fyrir fundarhaldi, hver í
sinni bygð, og með fundar atkvæði
leita álits þeirra, sem viðstaddir eru,
um stofnun þjóðernisfélags meðal ís-
lendinga í Vesturheimi. Falli sam-
þyktir með, skulu kosnir fulltrúar á
fundum þessum, er mæta skulu á al-
mennum fundi í Winnipeg, er ræða
,skal um stofnun, stefnu og fyrir-
komulag þessa félags, og skal sá al-
menni fundur vera haldinn svo fljótt,
sem ástæður leyfa.”
Eftirfarandi menn og konur, úr
hinum ýmsu félögum og flokkum fs-
lendinga í Winnipeg, voru valin í
umrædda undirbúningsnefnd: Séra
Runólfur Marteinsson, Jón J. Bíld-
fell, O. T. Johnson, dr. Sig. Júl. Jó-
hannesson, Ó. S. Thorgeirsson, séra
Björn B. Jónsson, Magnús Paulson,
Sigurbjörn Sigurjónsson, Hjálmar A.
Bergman, Líndal Hallgrímsson, séra
Rögnv. Pétursson, Thorsteinn S.
Borgfjörð, Kristján J. Austmann,
Gunnl. Jóhannsson, Hjálmar Gísla-
son, séra Guðm. Árnason, dr. Jón
Árnason, Einar Páll Jónsson, Mrs. F.
Johnson, Mrs. J. Gottskálksson, Mrs.
Ingibjörg Goodmundson, Mrs. Th.
Oddsson, Mrs. J. B. Skaptason, Mrs.
T. H. Johnson, Thórður Johnson,
Friðrik Sveinsson, S. D. B. Stephans-
son, Ásm. P. Jóhannsson, Hon. Thom-
as H. Johnson og dr. B. J. Brandson.
Tók nefndin þegar til starfa, en
formaður hennar var séra Runólfur
Marteinsson, ritari séra Guðmundur
Árnason og féhirðir Ásm. P. Jóhanns-
son. Sendi hún bráðlega, undirritað
af öllu nefndarfólki, ítarlegt og efnis-
mikið “Ávarp til fslendinga í Vestur-
heimi”, þar sem leidd eru gild rök að
nauðsyn og nytsemd slíks félags og
hér var um að ræða. Var ávarp þetta
dagsett í Winnipeg 27. jan. 1919, og
birt í báðum íslensku vikublöðunum
(Heimskringla 12. febr., Lögberg 13.
febr.).
Voru undirtektir almennings á-
gætar og hófst stofnfundur Þjóð-
ræknisfélagsins, eins og ákveðið
hafði verið, að kveldi þriðjudagsins
25. mars 1919 í samkomuhúsi Good-
Templara í Winnipeg og stóð næstu /
tvo daga.
Af hálfu Winnipeg íslendinga
voru þessu fulltrúar kosnir til að
mæta á stofnfundinum: Jón J. Bíld-
fell, séra Runólfur Marteinsson, séra
Rögnv. Pétursson, Sigurbj. Sigur-
jónsson, O. T. Johnson, S. D. B.
Stephansson, K. J. Austmann, séra
Guðm. Árnason, Ásm. P. Jóhannsson,
Friðrik Sveinsson, Einar P. Jónsson,
Hannes Pétursson, Mrs. F. Johnson,
dr. Jón Árnason, og Ó. S. Thorgeirs-
son; en varamenn voru: Hjálmar
Gíslason, J. J. Vopni, dr. Sig. Júl.
Jóhannesson, dr. Jón Stefánsson og
Páll S. Pálsson, er allir skyldu einnig
eiga sæti á þinginu.
Er stofnfundurinn hófst, voru
mættir 32 erindsrekar frá hinum
ýmsu bygðarlögum, auk fulltrúanna