Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 32
8
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
frá Winnipeg, og næsta dag bættust
margir fleiri í hópinn, svo að alls
sóttu þing þetta fulltrúar frá 22 stöð-
um í bygðum íslendinga, úr N. Da-
kota, Saskatchewan og Manitoba.
Fundarstjóri var kosinn Jón J.
Bíldfell og skrifari séra Guðm. Árna-
son. Var samþykt í einu hljóði, eftir
ítarlegar umræður, að stofna alls-
herjar Þjóðræknisfélag (Þjóðernis-
félag) íslendinga í Vesturheimi. Á
stofnfundinum var að vísu samþykt
að nefna félagsskapinn “íslendinga-
félag”, en því nafni var litlu síðar
breytt í núverandi heiti hans.
Samning laga og stefnuskrár fé-
lagsins, og samþykt þeirra, var vit-
anlega höfuðverkefni stofnfundarins
og hlutu þessir kosningu í tíu manna
nefnd til þess að gera uppkast að
lögum fyrir félagið: séra Rögnv.
Pétursson, séra K. K. Ólafsson, Thor-
lákur Thorfinnsson, séra Jón Jóns-
son, dr. Jón Árnason, Ásgeir I. Blön-
dahl, Jóhannes Einarsson, Stefán
Einarsson, S. D. B. Stephansson og
Philip Johnson. Urðu að vonum
miklar umræður um lög félagsins og
fyrirkomulag, en að lokum voru þau
samþykt að miklu leyti í núverandi
mynd sinni, þó að nokkrar breyting-
ar hafi verið gerðar á þeim.
Þessir voru kjörnir fyrstu em-
bættismenn félagsins:
Forseti: Séra Rögnv. Pétursson.
Vara-forseti: Jón J. Bíldfell.
Ritari: Dr. Sig. Júl. Jóhannesson.
Vara-ritari: Ásgeir I. Blöndahl.
Gjaldkeri: Ásm. P. Jóhannsson.
Vara-gjaldkeri: Séra Albert E.
Kristjánsson.
Fjármálaritari: S. D. B. Stephansson.
Vara-fjármálaritari: Stefán Einars-
son.
Skjalavörður: Sigurbj. Sigurjónsson.
Yfirskoðunarmenn reikninga: Einar
P. Jónsson og Hannes Péturs-
son.l)
Hin þríþætta stefnuskrá
Hvert var svo markmið þessa alls-
herjar þjóðræknislega félagsskapar
íslendinga í Vesturheimi? Sam-
kvæmt 2. grein laga félagsins um til-
gang þess, er samþykt var á stofn-
fundi félagsins og enn er í gildi, er
þetta hið þríþætta meginverkefni
þess.
1. Að stuðla að því af fremsta
megni, að íslendingar megi verða
sem bestir borgarar í hérlendu þjóð-
lífi.
2. styðja og styrkja íslenska
tungu og bókvísi í Vesturheimi.
3. Að efla samúð og samvinnu
meðal íslendinga austan hafs og
vestan.
Ber fyrsta málsgrein þessarar
lagagreinar það með sér, að stofnend-
ur félagsins hafa talið það mikilsvert,
að afstaða félagsmanna til síns nýja
heimalands væri tekin fram svo skýrt
og skorinort, að eigi yrði þar um
vilst; og skipa þeir henni réttilega
og viturlega öndvegisessinn í stefnu
og starfi þess. Kennir hér ekki ólík-
lega einhverra áhrifa frá ráðandi
hugsunarhætti í Canada og Banda-
ríkjunum á stríðsárunum, eins og fyr
var vikið að. Aðallega lýsir sér þó
hér sú þegnhollusta, sem frá fyrstu
1) Um stofnun félagsins vísast ann-
ars til fyrnefndrar ritgerðar dr. Rögnv.
Pétursson.