Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 34
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
DR. RÖGNV. PÉTURSSON
Forseti 1919—20 og 1936—39
Ritstjóri Timaritsins
eigum að afrækja þenna andans auð,
sem safnast hefir og geymst í vorum
eigin ættum, þá verður býsna lítið
andríkið, sem vér leggjum fram til
uppbyggingar hérlendu hugsanalífi.
Hljótum, í einu orði sagt, að rýra
manngildi vort með slíkri afneitun
vors eigin betra manns, og verðum
lakari Ameríkumenn fyrir bragðið,
en ekki betri.”
Fjöldamargar aðrar ritgerðir í
Tímaritinu hafa síðan fjallað um
þessa hlið þjóðræknismálsins, beint
eða óbeint, t. d. hin ágæta grein séra
Guðmundar Árnasonar “Tvenn sam-
bönd” (1922) og hin athyglisverða og
íturhugsaða grein séra Ragnars E.
Kvaran “Risar og engisprettur”
(1926). Forsetar félagsins hafa einn-
ig sem von er til ósjaldan vikið að
þessu grundvallaratriði í stefnu fé-
lagsins og starfi, í ræðum sínum við
setningu ársþings þess. Vil eg í því
sambandi, til þess að sýna samhengið
í stefnu félagsins að þessu leyti, leyfa
mér að vitna til eftirfarandi orða úr
forsetaskýrslu minni á þjóðræknis-
þinginu fyrir tveim árum síðan.
“Varðveisla vorrar menningarlegu
arfleifðar, frelsisástar og framsókn-
aranda kynstofns vors, gerir oss á-
reiðanlega glöggskygnari á hvað í
húfi er í því úrslitastríði, sem ein-
ræðisandinn og lýðræðishugsjónin
heyja nú í heimi vorum. Slík varð-
veisla gerir oss að sama skapi fúsari,
til þess, að verða örlátlega og
hreystilega við hinum þungu, vax-
andi kvöðum, sem þegnleg skylda vor
leggur oss á herðar í sambandi við
stríðssóknina af hálfu þeirra lýðræð-
isþjóða, sem vér eigum því láni að
fagna að vera hluti af. Frelsið hefir
jafnan verið öllum sönnum íslend-
ingum dýrmætast allra hluta, og mun
svo enn reynast.”
Með þátttöku í opinberum hátíða-
höldum, svo sem fimtíu ára afmæli
Winnipegborgar og sextíu ára af-
mæli hins canadiska ríkis, og með
nauðsynlegum fjárframlögum þar að
lútandi, hefir félagið ennfremur sýnt
hug sinn til þessa lands og þjóðar.
Ber og að geta þess, að þátttaka ís-
lendinga í þessum hátíðahöldum
tókst með þeim hætti, að almenna
eftirtekt vakti og bar, samkvæmt úr-
skurði dómendanna, mjög af öðru,
sem þar fór fram, enda hlutu þeir
fyrstu verðlaun í bæði skiftin.
Á síðustu árum hefir félagið einnig
sýnt þegnhollustu sína með því að
styrkja eftir föngum þátttöku Can-
ada í stríðssókninni. Einnig átti það
hlut að því (1941), að íslendingar