Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 35
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
11
tóku þátt í fjölþættri og merkilegri
samkomu í Winnipeg, er nefndist
“Salute to Britain”, og fulltrúar frá
hinum ýmsu þjóðarbrotum í Canada
stóðu að.
Þörf gerist eigi að skilgreina nán-
ar hinar tvær málsgreinar stefnuskrár
félagsins; þær eru í rauninni út-
færsla á aðaltilgangi þess, ræktun ís-
lenskrar þjóðar í þessari álfu, eins og
séra Ragnar E. Kvaran orðaði það
heppilega í fyrnefndri ritgerð sinni,
því að þær leggja réttilega áherslu á
það, að því marki verði aðeins náð
með varðveislu þeirra menningar-
verðmæta og þess hugsjónaarfs, sem
vér fslendingar höfum að erfðum
hlotið, og með því að standa í nánu
°g lífrænu sambandi við uppsprettu
°g yngingarlind þeirra erfða, heima-
landið og heimaþjóðina. “Rótarslit-
inn visnar vísir” kvað Grímur skáld
Thomsen, en þau djúpu sannindi hvað
Snertir einstaklinginn hafði langdvöl
utanlands brent inn í huga hans.
Starf Þjóðræknisfélagsins liðinn
aldarfjórðung hefir síðan grundvall-
ast á þessum þrem meginatriðum
stefnuskrárinnar, en í rauninni orðið
órjúgum margþættara, eins og starf-
saga þess sýnir, þó tiltölulega verði
hér að fara fljótt yfir sögu.
Útbreiðslustarf og deildir
h'rá upphafi vega hefir útbreiðslu-
starfið eðlilega verið eitt af aðalmál-
Utn félagsins, því að á þeirri viðleitni
°g árangri hennar hvílir heill þess,
þróun og framtíð. Hefir að þessu
marki eftir ástæðum verið unnið ár-
^ega með fyrirlestraferðum og heim-
sóknum víðsvegar í bygðum íslend-
lnga af hálfu stjórnarnefndar félags-
SÉRA JÓNAS A. SIGURÐSSON
Forseti 1921—22 og 1925—26—29—30—33
ins eða annara fulltrúa í umboði
hennar. Löngum hefir þó þetta starf
að mjög miklu leyti lent á herðum
forseta félagsins, þó að aðrir embætt-
ismenn, svo sem vara-forseti, ritari og
féhirðir, hafi einnig lagt sinn drjúga
skerf til þess starfs.
Þar sem félagið hefir frá byrjun á
aðra hönd samanstaðið af einstökum
félagsmönnum víðsvegar um álfuna,
en á hinn bóginn af deildum í bygð-
um íslendinga, hefir útbreiðslustarf-
ið miðast við aukning hvorttveggja,
hvar sem því yrði við komið. Hefir
hópur einstakra félaga jafnan verið
allfjölmennur, og einhverja slíka að
finna víðasthvar þar sem íslendingar
hafa sest að í bygðum og bæjum. Er
það ánægjulegt til frásagnar, að á
síðari árum hefir einstökum félags-
mönnum farið fjölganfli og að þeirra
á meðal eru margir mentamenn ís-