Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 36
12
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lenskir og jafnframt lærdómsmenn
af erlendum stofni, er leggja stund á
íslensk fræði.
Kemur þá að stofnun og starfi
deilda félagsins, og má það öllum
augljóst vera, hverjar meginstoðir
þær eru starfsemi félagsins í heild
sinni. Var það því eitt fyrsta verk
stjórnarnefndar félagsins, eftir að
það hafði stofnsett verið, að vinna
að stofnun deilda. Deildin “Frón” i
Winnipeg var fyrsta deildin, sem
stofnuð var 2. maí 1919, með 120 fé-
lögum; er hún enn, eins og vænta má,
fjölmennasta deild félagsins og er
félagatal hennar nú nálægt 200. Sama
ár var stofnuð deildin “Fjallkonan” í
Wynyard, Sask., er lifir enn góðu
lífi.
Sama máli gegnir um deildina “ís-
land” í Brown, Man., er stofnuð var
snemma árs 1921. Það ár var einnig
stofnsett deildin “Harpa” í Winni-
pegosis, Man., og var vel starfandi
um allmörg ár, en er nú lögð niður.
Árið 1923 hefir auðsjáanlega verið
ötullega unnið að deildastofnun, því
að eigi voru færri en þrjár nýjar
deildir myndaðar það ár, að Gimli og
í Selkirk, Man., og í Churchbridge,
Sask.; eigi varð hin fyrstnefnda þó
langlíf, en hinar tvær deildirnar,
“Brúin” og “Snæfell”, hafa óslitið
haldið uppi starfi sínu. Næsta ár
var deild stofnuð í Foam Lake, er
starfandi var um hríð, en er nú fyrir
æði mörgum árum horfin úr sögunni.
Deildin “Iðunn” í Leslie, Sask., var
mynduð árið 1926 og er hún enn vel
vakandi. Um þær mundir var og
starfandi allfjölmenn deild í River-
ton, Man., er eigi mun þó hafa átt sér
langan aldur að því sinni.
Varð nú um nokkur ár hlé á stofn-
un deilda, þó unnið væri stöðugt eftir
föngum að útbreiðslumálum hvað
snerti öflun einstakra félagsmanna,
og jafnan með nokkrum árangri, þrátt
fyrir andvíga aðstöðu að ýmsu leyti
á þessu tímabili (um og eftir 1930),
svo sem erfitt árferði, einkum eftir
að kreppan alræmda þrengdi skóinn
æ harðar að almenningi á öllum
starfssviðum. Á þessum árum (fyrir
og um 1930) fór einnig mikið af tíma
og starfskröftum stjórnarnefndarinn-
ar í undirbúning heimfararinnar af
hálfu félagsins á Alþingishátíðina,
er útheimti mikið og margþætt verk,
ferðalög og fundarhöld víðsvegar;
samhliða þeim ferðum var þó jafn-
framt unnið að útbreiðslumálum fé-
lagsins.
í sambandi við útbreiðslumálin á
umræddu tímabili má jafnframt sér-
staklega geta þess, að íþróttafélagið
“Fálkinn” í Winnipeg gekk inn í fé-
lagið á ársþingi þess 1932 og að á
þjóðræknisþinginu næsta ár gerðist
íslendingafélagið “Vísir” í Chicago
sambandsdeild í Þjóðræknisfélaginu,
og var með því stigið merkilegt spor í
þá átt, að sameina um málstað félags-
ins hópa íslendinga, er í f jarlægð búa
frá höfuðstöðvum þess. Hefir síðan
verið siglt all ötullega í það kjölfar,
sem enn mun sagt verða.
Má og segja, að vel hafi yfirleitt
orðið ágengt í útbreiðslumálum hin
síðari ár, bæði fyrir atbeina stjórnar-
nefndar félagsins og annara velunn-
ara þess. Árið 1937 var fjölmenn
deild, “Báran”, stofnuð að Mountain
og Garðar í Norður Dakota. Tveim
árum síðar voru stofnaðar deildirnar
“ísafold” í Riverton og “Esjan” í Ár-