Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 38
14
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
SÉRA ALBERT E. KRISTJANSSON
Forseti 1923—24
með aukning félagsmanna annars-
staðar, bæði innan hinna nýju deilda
og einstakra manna og kvenna á ýms-
um stöðum.
Á þá við að víkja nokkrum orðum
að starfi deildanna, og hefir það ver-
ið æði margþætt. Þær hafa haft
með höndum íslendingadagshald í
bygðum sínum, fyrirlestrahöld og
aðrar íslenskar samkomur til fræðslu
og skemtunar, og annast móttöku fyr-
irlesara og annara góðra gesta frá fs-
landi, sem ferðast hafa um í landi hér
á vegum félagsins, eða annara full-
trúa þess í útbreiðsluerindum. Þá
hafa flestar deildirnar lagt mikið
verk í það að viðhalda hjá sér íslensku
bókasafni, og margar þeirra hafa
haldið uppi íslenskukenslu fyrir börn
og unglinga, er jafnframt hefir ó-
sjaldan verið aðalstarfið. Sumar
deildirnar hafa einnig gengist fyrir
söngkenslu barna og unglinga á ís-
lensku og átt hlut að sjónleikasýn-
ingum á íslensku máli.
Vitanlega hafa mismunandi ástæð-
ur gert það að verkum, að starf deild-
anna hefir eigi verið jafn margþætt
og víðtækt alstaðar, en allar hafa þær
með ýmsum hætti auðgað félagslíf
og menningarbrag bygða sinna, stað-
ið vörð um arfleifðina íslensku og
haldið á lofti nafni kynstofns vors og
hugsjónum. Hvorki það né annað
gerir sig þó vitanlega sjálft. Á bak
við slíka viðleitni liggur mikið og
fórnfúst starf, sem eigi verður auð-
veldlega mælt eða metið. Því miður
eru eigi tök á því hér, að telja upp
nöfn hinna mörgu, sem hér eiga hlut
að máli, en þakklátlega er þeirra
allra minst eigi að síður. Nöfn margra
þeirra, embættismanna deildanna á
ýmsum tímum, er og að finna í árs-
skýrslum þeirra, sem prentaðar hafa
verið árlega í þingtíðindum félagsins
í riti þessu.
íslenskukensla og söngfræðsla
Þar sem það er einn meginþáttur í
hinni þríþættu stefnuskrá Þjóðrækn-
isfélagsins “að styðja og styrkja ís-
lenska tungu og bókvísi í Vestur-
heimi”, hefir það að sjálfsögðu lagt
sérstaka rækt við íslenskukenslu
barna og unglinga, fyrst og fremst
með því að styrkja deildir félagsins í
því starfi með fjárframlögum, og þá
eigi síður með því að halda uppi
slíkri kenslu í Winnipeg árum sam-
an; er þeirri fyrirhöfn af félagsins
hálfu og þeim fjárframlögum sannar-
lega vel varið, er til þess þarfaverks
ganga.
Eins og skýrt er frá í fyrnefndri