Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 39
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS 15
grein dr. Rögnvaldar í tilefni af 20
ára afmæli félagsins, hafði íslensku-
kensla í Winnipeg farið fram all-
marga vetur á laugardögum undir
umsjón Good-Templara, þegar fé-
lagið var stofnað.D Tók deildin
“Frón” þá að sér starfrækslu þessa
laugardagsskóla og réði jafnframt
tvo umferðakennara, er veittu börn-
um og unglingum tilsögn í íslensku
í heimhúsum eina klukkustund viku-
^ega; var starf þetta unnið í samein-
ingu við Þjóðræknisfélagið, er studdi
það fjárhagslega. Hélst farkenslu
fyrirkomulag þetta, samhliða laugar-
dagsskólanum, árum saman og bar
góðan árangur, því að margir foreldr-
ar notfærðu sér það tækifæri, sem
börnum þeirra bauðst hér til íslensku-
uáms. Minnist sá, er þetta ritar, þess
með ánægju og þakklæti, að það varð
hans fyrsta starf vestan hafs (vetur-
inn 1921—1922) að vera einn af tveim
umferðakennurunum í íslensku í
Winnipeg.
Veturinn 1933 varð sú breyting á
íslenskukenslunni, að umferðakensl-
an hætti, en haldið var áfram laugar-
'iagsskólanum undir umsjón Þjóð-
rasknisfélagsins, og hefir það fyrir-
komulag haldist síðan, og gefist vel,
enda hefir skólinn jafnan átt á að
skipa æfðu og ágætu kennaraliði, og
her að geta þess þeim til verðugs
hróss, að þeir hafa unnið hið mikla
nytjastarf sitt við skólann endur-
D Annars átti slík íslenskukensla í
Winnipeg sér miklu lengri sögu að baki,
uví snemma á árum gekst dr. Jón
íarnason fyrir slíkri kenslu, og var
skóli haldinn í samkomusal Fyrstu lút-
ersku kirkju um margra ára skeið, undir
stjórn Stefáns Björnssonar, þáver. rit-
stjóra Lögbergs, síðar prests á Islandi.
SÉRA RAGNAR E. KVARAN
Forseti 1927—28
gjaldslaust. Var skólastjórinn árum
saman séra Runólfur Marteinsson,
enda fór kenslan í mörg ár fram í
Jóns Bjarnasonar skóla. Umsjónar-
maður skólans í meir en áratug und-
anfarið hefir verið Ásm. P. Jóhanns-
son, er borið hefir hag hans sérstak-
lega fyrir brjósti.
Aðsókn að Laugardagsskólanum
hefir þó verið nokkur minni hin síð-
ari ár, en er enn sæmileg. Ber að
harma það, að sumir foreldrar þekkja
sýnilega eigi sinn vitjunartíma varð-
andi fræðslu þá í íslensku, sem hér
býðst börnum þeirra ókeypis. Eigi
að síður hefir sérstök áhersla verið
lögð á það undanfarið, að gera kensl-
una sem aðgengilegasta og nota-
drýgsta. Tvö undanfarin ár hefir
milliþinganefnd (fræðslumálanefnd)
haft kenslumál félagsins með hönd-
um og hefir hún unnið ótrauðlega að