Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 40
16
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLBNDINGA
því verki að skipuleggja íslensku-
kensluna með þeim árangri, að hún
^r nú loks komin á fastan grundvöll.
Nefndinni hefir einnig tekist að út-
vega fyrir félagsins hönd heppilegar
kenslubækur frá íslandi, og er með
þeim bætt úr brýnni þörf, sem verið
hefir á slíkum bókum, og aðstaða
kennara og nemenda að því skapi
betri en verið hefir. Fræðslumála-
nefndina skipa Mrs. Einar P. Jóns-
son, formaður; Ásmundur P. Jó-
hannsson, Mrs. S. E. Björnsson,
Sveinn Thorvaldson, M.B.E., og Miss
Vilborg Eyjólfsson.
f sambandi við íslenskukensluna
má einnig geta þess, að Þjóðræknis-
félagið hafði um skeið á dagskrá
sinni stofnun kennaraembættis í ís-
lenskum fræðum við Manitobahá-
skóla. Á síðari árum hefir hópur
vestur-íslenskra mentamanna látið
sig það mál skifta, þó eigi hafi enn
komið til framkvæmda í því. Þá átti
félagið hlut að því á sínum tíma, að
heimilað var kensluleyfi í íslensku í
barnaskólum og gagnfræðaskólum
(miðskólum) í Manitobafylki, ef á-
kveðinn fjöldi nemenda æskir þess.
Ennfremur hefir félagið lagt fram
fé til íslenskrar söngkenslu barna og
unglinga, bæði í Winnipeg og ýmsum
bygðunum íslensku. Hafði Brynjólf-
ur Þorláksson söngstjóri þá kenslu á
hendi um hríð; einnig annaðist
Björgvin Guðmundsson tónskáld
slíka kenslu á vegum deilda félags-
ins, og síðar Ragnar H. Ragnar söng-
stjóri, er naut til þess starfs nokkurs
styrks frá félaginu. Bar starf allra
þessara manna hinn besta árangur.
Fyr á árum fór söngkensla einnig
fram í sambandi við Laugardagsskól-
ann undir stjórn Miss Salome Hall-
dórson kenslukonu og fyrv. þing-
konu, en undanfarna vetur hefir Mrs.
H. F. Danielson æft söngflokk skóla-
barna með aðstoð Mrs. S. B. Stefáns-
son með góðum árangri. Loks ber að
minnast þess, að Gunnar Erlendsson
söngstjóri hefir á margan hátt árum
saman verið félaginu liðsinnandi í
söngmálum.
Tímaritið og önnur útgáfumál
Á fundum þeim, sem haldnir voru
til að ræða um stofnun íslensks þjóð-
ræknisfélags vestan hafs á árunum
1917—1919, og að framan er getið um,
kom það glögt fram, að menn álitu
það mikilvægt, að slíkt félag gæfi út
tímarit málum sínum til stuðnings.
Var einnig rætt um útgáfu slíks rits
á stofnfundi félagsins og stjórnar-
nefnd þess falin framkvæmd í því
máli. Árangurinn var sá, að ársrit
félagsins, Tímarit Þjóðræknisfélags-
ins, hóf göngu sína næsta ár og hefir
síðan komið út árlega. Annaðist dr.
Rögnvaldur Pétursson ritstjórnina,
en ritnefnd var honum til aðstoðar
fyrstu tvö árin; eftir það var hann
árlega kosinn til starfsins til dauða-
dags.
Þar sem ritinu er sérstaklega ætlað
að vera málgagn Þjóðræknisfélags-
ins, hlaut það, eins og tekið er fram í
inngangsorðunum að fyrsta árgangi
þess, að vinna sérstaklega að túlkun
og eflingu aðalmála félagsins, í sam-
ræmi við stefnuskrá þess. Líti menn
svo yfir innihald ritsins frá byrjun,
verður eigi annað með sanni sagt, en
að það hafi reynst trútt því hlutverki
sínu. Það hefir flutt margar prýði-
legar hugvekjur, í ljóðum, ritgerðum