Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 42
18
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
J. J. BÍLDFELL
Forseti 1931—32—34—35
með miklum dugnaði. Síðan hann
lét af því starfi árið 1942 hefir Mrs.
P. S. Pálsson haft það með höndum
með ágætum árangri.
Á þessu afmælisári Þjóðræknisfé-
lagsins verður eintakafjöldi Tíma-
ritsins að miklum mun hærri en
nokkru sinni fyr, bæði vegna þess,
að félagsmönnum hefir farið fjölg-
andi undanfarið, en þeir fá allir ritið
ókeypis, og þá eigi síður vegna hins,
að Þjóðræknisfélagið á íslandi hefir
sýnt oss þann sóma og vinarhug að
útbýta Tímaritinu til félagsfólks
síns; með það fyrir augum verða 600
eintök af ritinu sent til íslands á
þessu ári. Ritið er með öðrum orð-
um orðið félagsrit Þjóðræknisfélag-
anna beggja megin hafsins, og má
það vera fagnaðarefni öllum velunn-
urum þjóðræknismálanna vestur hér.
Lengi höfðu menn fundið til þess,
að við íslenskukensluna vestan hafs
væri mikil þörf lesbókar, sem sniðin
væri sérstaklega við hæfi íslenskra
barna og unglinga vestur hér, og var
það mál hvað eftir annað á dagskrá
ársþings félagsins; eigi kom þó til
framkvæmda af ýmsum ástæðum. Til
þess að bæta úr þessari þörf hóf fé-
lagið árið 1934 útgáfu barnablaðsins
Baldursbrár, er út kom í sex ár (að
haustinu og vetrinum til). Annaðist
dr. Sigurður J. Jóhannesson rit-
stjórnina, en alkunnugt er, hversu
ágætlega honum lætur að rita fyrir
börn, hvort sem er í bundnu eða ó-
bundu máli, enda var blaðið prýði-
lega við þeirra hæfi, og varð að mikl-
um notum við íslenskukensluna. —
Vann hann það þarfa verk þóknunar-
laust, og sama máli gegnir um Berg-
thór E. Johnson kaupsýslumann, er
var ráðsmaður blaðsins frá byrjun.
Annað og stærra útgáfumál hefir
Þjóðræknisfélagið þó haft með hönd-
um hin síðari ár, samhliða Tímarit-
inu, en það er Saga íslendinga í Vest-
urheimi. Á ársþinginu 1939 kom fram
áskorun og tillaga frá allmörgum
mönnum þess efnis, að félagið beitti
sér fyrir því, að samin yrði og gefin
út saga íslendinga vestan hafs. Sú
tillaga var samþykt og níu manna
nefnd valin til þess að hrinda málinu
í framkvæmd; var séra Valdimar J-
Eylands kosinn formaður nefndar-
innar, en dr. S. J. Jóhannesson ritari;
einnig bætti nefndin síðar við sig
fjórum mönnum. Réði hún Þorstein
Þ. Þorsteinsson skáld og rithöfund
til þess að rita söguna, enda höfðu
upphafsmenn málsins mælt eindregið
með honum til þess starfs. Kom
fyrsta bindi sögunnar síðan út í