Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 43
AT.DARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS__19
Reykjavík haustið 1940, fyrir fjár-
hagslega aðstoð Soffoniasar Thor-
kelssonar verksmiðjustjóra.
Með fjárstyrk frá Þjóðræknisfé-
laginu og einstökum mönnum hélt
höfundur síðan áfram að rita annað
bindi sögunnar, er hann lauk seint á
árinu 1941. Varð nú uppihald á út-
gáfunni og útlit fyrir, að fjárskortur
nayndi hleypa henni í strand. Voru
þeir þó margir, innan félagsins og
utan, er fanst það lítt sæmandi, að
þarfaverk þetta félli niður. Kom og
þar, að nokkrir velunnarar málsins
buðust til þess á þjóðræknisþinginu
1943 að taka útgáfumál þetta að sér í
nafni félagsins, án fjárhagslegrar á-
byrgðar af þess hálfu, gegn því, að
það afhendi nefndinni handrit annars
bindis og það, sem óselt er af fyrsta
bindi, endurgjaldslaust. Skyldi fé-
lagið einnig vinna að sölu og út-
breiðslu sögunnar í samvinnu við
nefndina, en tekjuafgangur af útgáf-
unni, ef nokkur verður, renna í sjóð
þess. Stjórnarnefnd félagsins sam-
þykti nokkru síðar að taka þessu til-
boði hinnar nýju nefndar. Formaður
bennar er Guðmundur F. Jónasson
framkvæmdastjóri, en Jóhann G. Jó-
bannson kennari er ritari hennar.
Hófst nefndin þegar handa um út-
gáfu annars bindis sögunnar, og er
það nýkomið út í Winnipeg, þá er
þetta er ritað. Hefir það þegar, og
að verðugu, fengið mjög góða dóma í
íslensku vikublöðunum hér vestra.
Hm verkið í heild sinni munu flestir
viðurkenna, að merkilegt spor hafi
verið stigið, er hafist var handa um
útgáfu sögu íslendinga í landi hér,
euda hefir það mál fengið stuðning
binna ágætustu manna heima á ís-
PRÓFESSOR RICHARD BECK
Forseti 1940—43
landi. Hefir Mentamálaráð landsins
góðfúslega beitt sér fyrir sölu sög-
unnar þar, og liggur í augum uppi,
hversu mikilsverður sá stuðningur
er.D
Enn er eitt útgáfumál félagsins,
sem geta verður stuttlega, en það er
prentun bókarinnar Þjóðaréttarstaða
íslands eftir hinn kunna sænska
þjóðréttarfræðing dr. phil. Ragnar
Lundborg í Stokkhólmi, er uppruna-
lega kom út í íslenskri þýðingu í
Tímariti Þjóðræknisfélagsins og var
síðan sérprentuð í allmörgum eintök-
um. En frumsamið var þetta merki-
lega rit á þýsku og var fyrst prentað
1) Um sögumálið í heild sinni vísast
annars til formála míns í 1. bindi henn-
ar, til formála þeirra Þorsteins Þ. Þor-
steinssonar og dr. S. J. Jóhannessonar að
2. bindi og til þingtíðinda félagsins frá
síðustu árum i ársriti þessu.