Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 44
20
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
í víðfrægu ritsafni um alþjóðarétt.
Því miður týndist mikið af upplaginu
af þýðingunni á leið til íslands, en
þó er það ennþá til sölu þar við mjög
vægu verði.
Er það eigi ofmælt, að höfundur
rits þessa sé góðs maklegur af íslend-
ingum og ritið sjálft verðugt athygli
þjóðar vorrar, því að hann varði
djarflega málstað hennar erlendis í
sjálfstæðisbaráttu hennar og hefir
jafnan síðan haldið uppi réttindum
hennar, er brigður hafa verið bornar
á þau. Er það því nokkurs virði, að
þessi bók hans er komin út í íslenskri
þýðingu.D
Bóka- og minjasafn
Snemma á árum fóru að heyrast
raddir um það á þingum Þjóðrækn-
isfélagsins, að koma þyrfti upp i
Winnipeg íslensku bókasafni, sem
félagsfólk hefði aðgang að til útlána.
Var þar um mikilvægt menningar-
mál að ræða í þjóðræknisstarfinu,
enda komst það í framkvæmd, og
hefir slíkt safn nú um margra ára
skeið verið starfrækt af deildinni
“Frón” fyrir hönd félagsins, og bæk-
ur safnsins verið mikið lesnar. Hefir
félagið veitt nokkurn árlegan fjár-
styrk til bókakaupa, jafnhliða því
sem umrædd deild hefir beint og ó-
beint staðið fjárhagslegan straum af
aukning og viðhaldi safnsins. Hefir
félaginu einnig áskotnast mikið af
gjafabókum úr ýmsum áttum, og fer
þeim gjöfum fjölgandi.
Þá var því einnig hreyft á þingi fé-
lagsins fyrir allmörgum árum, að
1) Um höfundinn, sjá grein dr. Rögnv.
Pétursson: “Ragnar Lundborg”, Tímarit
Þjóðrœknisfélagsins 1936.
nauðsyn bæri til að safna á einn stað
og varðveita með því frá týnslu eða
eyðileggingu ýmsa verðmæta muni,
er menn fluttu með sér frá íslandi og
eiga sögulegt og menningarlegt gildi.
Er það nú orðið allstórt safn, sem
þannig hefir myndast, og er hug-
myndin, að það verði í framtíðinni
sjálfstæð deild í Þjóðminjasafni
Manitobafylkis í Winnipeg. Hefir
Bergthór E. Johnson látið sér sér-
staklega umhugað um vöxt og við-
gang minjasafnsins og ár eftir ár
verið formaður milliþinganefndar
í því máli og safnvörður, en áður
hafði dr. August Blöndal látið sér
um það hugað.
Náskyld hugmyndinni um íslenskt
minjasafn vestan hafs er söfnun ís-
lenskra sögugagna og þjóðlegs fróð-
leiks í landi þar, sem félagið hefir
haft með höndum undanfarin ár, og
hefir sú viðleitni borið nokkurn á-
rangur. Hóf séra Sigurður Ólafsson
máls á því á þingi félagsins 1937, að
verðugt væri að safna slíkum fróð-
leik, áður en það væri um seinan, og
hefir hann síðan verið starfandi í
milliþinganefnd þeirri, er um það
mál fjallar, að ýmsum öðrum ótöld-
um, sem lagt hafa þeirri söfnun góða
liðsemd.
Minnisvaröamál og þjóöhátíðir
Eigi er það með einni saman hlut-
deild sinni í útgáfu Sögu Islendinga
í Vesturheimi, að Þjóðræknisfélagið
hefir viljað halda á lofti minningu ís-
lenskra landnámsmanna og kvenna
vestan hafs; það hefir einnig unnið
að því marki með öðrum hætti. Sér-
staklega með því að beita sér fyrir
framkvæmdum í þá átt, að íslenskum