Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 45
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS
21
landnemum í Nýja íslandi væri reist-
ur viðeigandi og varanlegur minnis-
varði að Gimli. Snerist almenningur
vel við fjárframlögum til þess verks
°g bæjarstjórnin á Gimli studdi mál-
!Ó ágætlega, með þeim árangri, að
minnisvarðinn var afhjúpaður 21. okt.
^935, á sextugsafmæli íslenska land-
uámsins í Nýja íslandi, að viðstöddu
fjölmenni, þrátt fyrir mjög óhagstætt
veður. Að tilhlutun félagsins var
þeirra tímamóta einnig minst víðar í
bygðum íslendinga það ár, svo sem í
sambandi við íslendingadagshöld-
in.l)
f'á hefir félagið lagt dálítið fé til
byggingar minnisvarða þeirra skáld-
auna Stephans G. Stephansson og K.
N- Júlíus. Annars stóð einn félags-
uaanna, Ófeigur Sigurðsson, Red
Heer, Alberta, fyrir framkvæmdum
Utn minnisvarða hins fyrnefnda, en
deildin “Báran” í Norður Dakota
bafði alla forgöngu um fjársöfnun
lil roinnisvarða yfir K. N. og aðrar
framkvæmdir í því máli. Geta má
þess þá jafnframt, að dr. Rögnv.
^étursson, þáverandi forseti Þjóð-
ræknisfélagsins, flutti aðalræðuna
Vld afhjúpun minnisvarða Stephans
^tephanssonar og að dr. Richard
^eck, þáverandi vara-forseti félags-
lns, stýrði minningarathöfninni, er
uunnisvarði K. N. var afhjúpaður.
Félagið hefir einnig átt hlut að og
lekiéS þátt í ýmsum meiriháttar þjóð-
dtíðum íslendinga í landi hér. Má
þar sérstaklega nefna þátttöku þess í
^uinningarhátíð þeirri, sem haldin
11 Um sögu minnisvarðamálsins og
lnnisvarðann sjálfan, sjá grein Berg-
ors E. Johnson í Tímariti Þjóðrœknis-
reiagsins 1935.
var í Milwaukee-borg sumarið 1934 á
sextíu ára afmæli hinnar fyrstu ís-
lensku þjóðhátíðar hér í álfu, og að
framan er getið um. Gekkst sam-
bandsdeildin “Vísir” í Chicago fyrir
hátíðarhaldinu til minningar um
þennan söguríka viðburð, en þáver-
andi forseti Þjóðræknisfélagsins,
Jón J. Bíldfell, sótti hátíðina af
hálfu félagsins og flutti þar ræðu á
íslensku.
Listamannastyrkur og rithöíunda
En Þjóðræknisfélagið hefir eigi
aðeins stutt að því að halda vakandi
minningu íslenskra landnema í Vest-
urheimi og forystumanna kynstofns
vors í bókmentum með minnisvörð-
um yfir þeim látnum. Það hefir
jafnframt viljað veita nokkurt braut-
argengi þeim mönnum, sem líklegir
hafa verið til að bera merki vort fram
til nýrra sigra á braut lista og menta-
frama. Á það sérstaklega við um af-
skifti félagsins af sönglistarnámi
Björgvins Guðmundssonar tónskálds.
Töluðu þeir fyrir því máli á þjóð-
ræknisþinginu 1926 dr. Jóhannes P.
Pálsson og Einar P. Jónsson, og
samkvæmt tillögu frá hinum síðar-
nefnda, er séra Friðrik A. Friðriks-
son studdi, voru þeir þremenning-
arnir kosnir í milliþinganefnd í mál-
inu, og var sú nefnd endurkosin á
næstu tveim þingum. Hafði henni, í
samvinnu við aðra, er ant var um
framgang þessa máls, orðið ágætlega
ágengt með almenna fjársöfnun í
námsstyrktarsjóð Björgvins. Hafði
félagið hinn mesta sóma af afskiftum
sínum af því máli, og er það nú löngu
komið á daginn, sem förgöngumenn
þess spáðu, að Björgvin væri slíkrar
liðsemdar meir en verðugur.