Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 46
22
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Úr sama jarðvegi er sú viðleitni
sprottin, að félagið hefir um mörg
undanfarin ár kosið milliþinganefnd,
er haft hefir það verk með höndum
að safna fé í rithöfundasjóð, einkum
með það fyrir augum að styrkja ofur-
lítið fjárhagslega Jóhann Magnús
Bjarnason, hið ástsæla söguskáld,
eins og í verðlauna skyni fyrir þá
gleði og göfgi, sem hann hefir stráð
á veg samferðamannanna á langri
leið.
Mannúðar og metnaðarmál
Hér er átt við hið svonefnda “Ing-
ólfsmál”, en fyrirsögnina, sem hittir
mjög vel í mark, hefi eg leyft mér að
taka að láni úr vinsamlegri grein í
Reykjavíkurblaðinu Tímanum (5.
apríl 1939), er Sigfús Halldórs frá
Höfnum, fyrv. ritstjóri Heimskringlu
og fyrv. stjórnarnefndarmaður fé-
lagsins, ritaði í tilefni af 20 ára af-
mæli þess.
Mun flestum íslendingum hér
vestra í fersku minni, er félagið
skarst í leik til þess að rétta hlut ó-
gæfumannsins Ingólfs Ingólfssonar
(nú nýlega látinn), er sakaður hafði
verið um morð og dæmdur til dauða,
en vafasamt þótti, að hann hefði not-
ið fullkominnar varnar í málinu. Tal-
aði mál þetta eðlilega bæði til mann-
úðarkendar og metnaðartilfinningar
landa hans, því að slíkt hafði eigi
hent neinn úr þeirra hópi áður, enda
brugðust þeir drengilega við, er leit-
að var liðsinnis þeirra. Á fjölmenn-
um almennum fundi hafði Þjóðrækn-
isfélaginu verið falin forganga í mál-
inu og í ársskýrslu sinni á þingi þess
1925 farast þáverandi forseta, séra
Albert E. Kristjánsson, fagurlega
orð um undirtektir almennings, hlut-
deild íslensku vikublaðanna og um
dugnað og skarpskygni Hjálmars A.
Bergmans, K.C., lögfræðings í mála-
færslunni, er fenginn hafði verið til
að flytja málið. Árangurinn varð þá
einnig sá, eins og kunnugt er, að
dóminum var breytt í lífstíðar fang-
elsi.
En svo hafði almenningur brugð-
ist vel við í þessu máli, að talsvert
meira safnaðist fram yfir það, sem
nauðsynlegt var til að greiða allan
málskostnað, og er afgangur fjár
þess, er safnaðist, í vörslum félags-
ins. Jafnframt skal þess getið, að
stjórn þess bauðst til að leggja fram
fé Ingólfi til aukinnar aðhlynningar
eftir að hann veiktist og var kominn
á sjúkrahús, en eigi var sú hjálp þeg-
in af hlutaðeigandi yfirvöldum. D
íþróttamál
En Þjóðræknisfélagið hefir eigi
aðeins látið sig skifta íslensk menn-
ingar- og félagsmál vestan hafs og
stutt að því með ýmsum hætti a<3
halda á lofti virðingu hins íslenska
kynstofns bæði meðal íslendinga
sjálfra og út á við. Það hefir, eins
og sæmir félagsskap, er samanstend-
ur af fólki af ættstofni, sem alist
hafði öldum saman upp við íþrótta-
mannshugsjón, lagt nokkra alúð við
aukna líkamsrækt hinnar yngri kyn-
slóðar sinnar, með því að vera henni
liðsinnandi í íþróttamálum.
í tvö sumur hélt félagið uppi leik-
fimiskenslu og kostaði kennara til
þess, hinn góðkunna leikfimiskenn-
ara Harald Sveinbjörnsson. Þá var
1) Um frekari frásagnir um þetta mál
visast til þingtíðinda félagsins fyr °S
síðar.