Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 48
24
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
samvinnu meðal íslendinga austan
hafs og vestan” hefir félagið frá því á
allra fyrstu tíð sinni unnið öfluglega
og með mörgum hætti að auknum
samskiftum milli íslendinga beggja
megin hafsins, og má ýkjulaust segja,
að vináttumerkjunum heiman um haf
hafi fjölgað með ári hverju, og hefir
eftir föngum verið reynt að láta þar
eitthvað á móti koma af hálfu félags-
ins.
Var það Þjóðræknisfélaginu ný-
stofnuðu, eins og dr. Rögnvaldur
bendir réttilega á í grein sinni um 20
ára afmæli félagsins, hinn mesti
styrkur, hversu drengilega landar
vorir heima á íslandi brugðust við
stofnun félagsins með því að stofna
einnig hjá sér, til samvinnu við Þjóð-
ræknisfélagið og íslendinga vestan
hafs í heild sinni, félagið “íslend-
ing”, og senda vestur hingað til fyrir-
lestrahalds þegar á næsta hausti hinn
ágæta mann séra Kjartan Helgason,
er sjálft Alþingi styrkti til fararinn-
ar. Er óþarfi að fjölyrða hér um sig-
urför hans um bygðir vorar, en koma
hans varð félaginu og þjóðræknis-
málunum til ómetanlegs gagns. —
(Smbr. grein dr. Rögnvaldar um
hann í Tímaritinu 1920).
Síðan hafa margir mætir og mikil-
hæfir fulltrúar heiman af ættjörðinni
fylgt honum í spor sem gestir félags
vors, ferðast um bygðir vorar og
flutt fyrirlestra eða haldið annars-
konar samkomur. Má þar nefna próf.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld,
próf. Ágúst H. Bjarnason, Einar H.
Kvaran rithöfund, próf. Árna Páls-
son, dr. Sigurð Nordal, Ásgeir Ás-
geirsson alþingismann, fröken Hall-
dóru Bjarnadóttur, Jónas Jónsson
alþingismann, Thor Thors sendiherra
og Árna G. Eylands framkvæmdar-
stjóra. Hafa allir þessir fulltrúar
heiman af ættjörðinni stórum styrkt
oss í starfi, glætt oss áhugaeld og
aukið oss trú á lífrænt gildi vors ís-
lenska menningararfs. Á það ekki
síst við um Jónas alþingismann Jóns-
son, er var víðförull mjög um bygðir
vorar og hefir síðan heim kom á
margan hátt eflt og aukið samvinnu-
málin við oss.
Þá verður oss lengi minnisstæð
koma hinnar ágætu söngkonu Maríu
Markan Östlund og dvöl hennar í
vorum hópi á vegum félagsins. Einn-
ig hefir það átt nokkurn hlut að mót-
töku annara góðra gesta, svo sem frú
Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu,
er sýndi íslenskan ljóðleik á sam-
komu deildarinnar “Frón“ á öðru árs-
þingi félagsins (1921), og þeirra Þór-
halls Ásgeirssonar sendiráðsfulltrúa,
Sigurðar Jónassonar forstjóra, Stein-
gríms Jónssonar rafmagnsstjóra, Jak-
obs Gíslasonar raffræðings og Hen-
riks Sv. Björnssonar sendiráðsritara,
er heimsótt hafa oss á síðustu árum.
Skal þá um stund vikið að því
starfi til aukins sambands við heima-
þjóðina, sem unnið hefir verið af
hálfu Þjóðræknisfélagsins, en þó að-
eins drepið á hið markverðasta. —
Verður þá fyrst fyrir að minnast
heimfararinnar á Alþingishátíðina
1930, en það mál var tekið upp á dag-
skrá félagsins árið 1927 samkvæmt
bréfi frá undirbúningsnefnd hátíða-
haldsins á íslandi. Vann stjórnar-
nefndin, og þó sérstaklega Heimferð-
arnefnd félagsins, síðan að þessu
máli öll árin fram til hátíðarinnar, og
var það ærið starf. Meðal annars