Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 49
ALDARFJÓRÐUNGSAFMÆLI ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS 25
fóru nefndarmenn tvær ferðir til fs-
lands til þess að undirbúa komu og
dvöl væntanlegra hátíðargesta, fyrst
þeir Jón J. Bíldfell. formaður Heim-
ferðarnefndarinnar og dr. Rögnv.
Pétursson, féhirðir hennar, og síðar
þeir séra Rögnvaldur og Ásm. P. Jó-
hannsson einn nefndarmanna til þess
að annast um frekari undirbúning.
(Smbr. lokaskýrslu formanns nefnd-
arinnar í Tímaritinu 1931). Bar starf
nefndarinnar einnig þann árangur, að
^nargt manna og kvenna úr hópi Vest-
ur-íslendinga sótti hátíðina á vegum
félagsins og að “stjórninni íslensku
Var afhentur húsbúnaður upp á
$4,475.40, er skift var upp á milli
ungmennaskóla landsins, og sjóðsaf-
gangur $3,242,39 var gefinn Háskóla
Islands, er nemur nú rúmum kr.
20,000”. (Dr. R. Pétursson í grein
sinni um 20 ára afmæli félagsins). —
Annar hópur íslendinga vestan um
haf sótti og Alþingishátíðina á veg-
um sjálfboðanefndar, undir forystu
úr. B. J. Brandson.D
Reiknast mönnum til, að alls hafi
krir.gum 600 Vestur-íslendingar sóti
þessi merku hátíðarhöld heimaþjóð-
armnar, og var þeim, sem vænta
matti, fagnað með miklum ágætum.
R°m það fram í opinberum ræðum
°g umsögnum blaðanna þar, að heiin-
s°kn landanna úr Vesturvegi þótti
hinn söguríkasti viðburður og þátt-
taka þeirra í hátíðinni veigamikiil
^luti hennar.
11 Um heimferðina af félagsins hálfu
°g hátiðina vísast einnig til ítarlegrar
greinar Jóns J. Bíldfell í Tímaritinu 1930
°g skýrslu Guðmundar Grímssonar dóm-
ara’ emnig er þar að finna hina snjöllu
mð'a séra Jónasar A. Sigurðssonar að
°gbergi og kvæðið er hann flutti þar.
Mun og mega fullyrða, að heim-
sókn svo margra úr þeirra hópi hafi
markað tímamót í samskiftum ís-
lendinga austan hafs og vestan. —
Heimaþjóðin kyntist nú drjúgum
betur en nokkru sinni áður hinum
vestrænu löndum sínum, hug þeirra
til ættjarðarinnar, ferli þeirra og af-
rekurn á erlendum vettvangi; á hinn
bóginn voru þeir margir í hópnum að
vestan, sem aldrei höfðu fsland áður
augum litið, og hurfu aftur heim-
leiðis með sannari mynd í huga aí
landi og þjóð, fasttengdari þjóð-
stofni sínum og glöggskygnari á ís-
lensk menningarverðmæti. Hinum
heimaöldu, er margir hverjir höfðu
eigi Island séð áratugum saman, varð
heimförin eigi síður ógleymanlegur
viðburður.
En því er að þessu vikið hér, að sú
áhugaalda, sem risið hefir á undan-
förnum árum á íslandi gagnvart fs-
lendingum hérna megin hafsins og
auknum samskiftum við þá, á vafa-
laust að eigi litlu leyti rætur sínar að
rekja til fjölmennrar heimsóknar
þeirra á Alþingishátíðina, þó að fleiri
stoðir renni undir þau vaxandi menn-
ingarviðskifti yfir hafið, svo sem tíð-
ar íslandsferðir margra leiðtoga
þessa félagsskapar og ferðir annara
mætra Vestur-íslendinga þangað, og
hinsvegar heimsóknir góðra og mik-
ilhæfra gesta að heima á vorar slóðir,
eins og fyr getur. Má og segja, að
flest þau mál á síðari árum, er snerta
samskifti íslendinga austan hafs og
vestan, hafi að einhverju leyti verið í
höndum Þjóðræknisfélagsins, og eigi
ósjaldan hefir það haft aðalforgöngu
þeirra.
Þannig tók félagið það snemma á