Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 50
26
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS íSLENDINGA
starfsskrá sína að koma á stúdenta-
skiftum við ísland, en eigi urðu veru-
legar framkvæmdir í því máli fyr en
með stofnun Canadasjóðs, er Heim-
ferðarnefnd félagsins beitti sér sér-
staklega fyrir að stofnaður yrði, með
þeim ágæta árangri, að Canadastjórn
sendi sem minningargjöf til íslands
í tilefni af Alþingishátíðinni náms-
sjóð að upphæð $25,000, og er vöxt-
unum af því fé árlega varið til styrkt-
ar íslenskum námsmönnum, sem leita
vilja til Canada til framhalds- eða
sérfræðináms í einhverjum greinum.
Voru þeir dr. Rögnvaldur Péturs-
son, Jón J. Bíldfell og Árni Eggerts-
son aðalflytjendur þess máls við
Canadastjórn, en í sambandi við af-
greiðslu þess nutu þeir ágætrar að-
stoðar þeirra sambandsþingmanna J.
T. Thorson, K.C., og W. W. Kennedy,
K.C. Einnig studdi dr. B. J. Brand-
son að framgangi málsins; sömuleið-
is var Col. Marino Hannesson lög-
fræðingur hjálplegur nefndinni í því
sambandi.l)
Hefir stofnun Canadasjóðs borið
ágætan ávöxt, því að allmargir ís-
lenskir námsmenn hafa þegar notið
hans við nám vestan hafs við góðan
orðstír, og hafa þeir með dvöl sinni
og þátttöku í vestur-íslenskum fé-
lagsmálum lagt sinn skerf til þess
að treysta frændsemisböndin milli
íslendinga beggja megin hafsins.
Á árunum fram að Alþingishátíð-
inni hafði félagið einnig á dagskrá
sinni skógrækt á fslandi. Var Björn
Magnússon aðalformælandi þessmáls
1) Smbr. forsetaskýrslur Jóns J. Bíld-
fells í Tímaritinu 1932 og 1933, og grein-
ina “Kanadasjóður” eftir séra Ragnar E.
Kvaran, fyrv. forseta félagsins, í Lesbók
Morgunblaðsins, 1. okt. 1933.
og flutti ítarlegt erindi um það á
þjóðræknisþinginu 1928, og fékk það
góðar undirtektir. Var það aftur til
umræðu á næsta ársþingi og var þá
kosin milliþinganefnd í málið; var
Björn Magnússon formaður hennar,
en dr. S. J. Jóhannesson ritari. Lagði
hún fram ítarlega skýrslu á þjóð-
ræknisþinginu 1930, en þrátt fyrir
góða viðleitni hennar, hafði árangur-
inn eigi orðið að sama skapi; þó
hafði talsvert verið sent af trjáfræi
til íslands, aðallega fyrir athafna-
semi Björns Magnússonar, sem var
óþreytandi að rita um málið og vinna
að framgangi þess á annan hátt. Þrátt
fyrir það þó eigi yrði meira ágengt,
er hún engu að síður virðingar- og
frásagnarverð þessi viðleitni ræktar-
samra Vestmanna til þess að klæða
heimalandið skógi.
Þá má sérstaklega nefna samvinnu
þá, er stjórnarnefnd félagsins hafði,
að beiðni utanríkismálaráðuneytisins
á íslandi, við Sýningarráð fslands
varðandi Heimssýninguna í New
York 1939, en það samstarf fólst aðal-
lega í því að safna nægilegri fjár-
upphæð, $2,500, til þess að láta gera
afsteypu af eirlíkneski því hinu
mikla, sem Bandaríkjaþjóðin sæmdi
íslensku þjóðina hátíðarárið 1930.
Urðu undirtektir ágætar, svo að alls
söfnuðust $2,615.45. í nefnd þeirri,
er hafði þetta verk með höndum, voru
upprunalega dr. Rögnvaldur Péturs-
son, formaður; Ásm. P. Jóhannsson,
féhirðir, Árni Eggertsson, dr. B. J-
Brandson, dr. Vilhjálmur Stefánsson,
Guðmundur Grímson dómari og
Gunnar B. Björnson ritstjóri.
Er það tilætlunin, að afsteypa þessi
af Leifsstyttunni verði gefin Banda-