Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 56
32
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
félagsins og heimspekideildar Há-
skóla íslands.
Samþykt þessa lagafrumvarps lýsir
miklum drengskaparhug í garð vor
íslendinga vestan hafs og eiga flutn-
ingsmaður frumvarpsins og Alþingi
í heild sinni skilið innilegar þakkir
vorar fyrir þá ágætu ræktarsemi og
menningarlegu framsýni, sem liggur
hér að baki. Má fyllilega vænta þess,
að styrkveiting þessi beri tilætlaðan
ávöxt í framtíðinni.
Starfsliðið
í víðtækustu merkingu orðsins má
segja, að starfslið Þjóðræknisfélags-
ins samanstandi af öllu félagsfólki
þess, sem á annað borð leggur nokkra
rækt við mál þess. Verður það þó
með enn meira sanni sagt um þann
hluta af félagsmönnum deilda fé-
lagsins, sem af áhuga fyrir málefni
þess og fórnfúsum huga hafa lagt á
sig erfiði til að halda uppi starfinu
heima fyrir í bygðum sínum, oft við
andvíg kjör. Skyldi það bæði munað
og þakkað á þessum merku tímamót-
um í sögu félagsins.
Með starfsliði einhvers félagsskap-
ar er þó venjulega átt við embættis-
menn hans, og verður svo gert hér. í
riti þessu fyrir 1940 skrifaði Gísli
Jónsson, ritstjóri þess, grein er hann
nefndi “Þegar félagið var 21 árs”, og
er hún yfirlit yfir helstu forgöngu
og starfsmenn félagsins fram að
þeim tíma, og vísast til hennar um
það efni. Verður hér því aðeins með
nokkrum orðum vikið að þeim breyt-
ingum, sem orðið hafa á embættis-
mönnum félagsins síðan umrædd
grein var rituð.
Rétt fyrir ársþingið 1940 lést dr.
Rögnvaldur Pétursson forseti félags-
ins, er gengt hafði því embætti sam-
felt fjögur árin næst á undan, og frá
allra fyrstu tíð var einn af fremstu
og áhrifamestu forgöngumönnum fé-
lagsins. Vara-forseti þess dr. Rich-
ard Beck, er skipað hafði þann sess
um undanfarin sex ár, hafði því með
höndum stjórn umrædds þings og var
þá kosinn forseti félagsins, og hefir
verið endurkosinn jafnan síðan. Á
sama þingi var Gísli Jónsson kosinn
vara-forseti og gegndi því embætti
árlangt.
Núverandi vara-forseti, séra Valdi-
mar J. Eylands, hefir gegnt því em-
bætti undanfarin tvö ár, en hafði
áður verið vara-ritari félagsins eitt
ár og ritari þess um tveggja ára bil.
Hefir hann reynst félaginu mjög
þarfur maður með ræðuhöldum við
ýms tækifæri og í útbreiðslustarfi
þess.
Dr. Sigurður J. Jóhannesson, fyrsti
ritari félagsins, var kosinn vara-rit-
ari fyrir starfsárið 1941-42, og ritari
fyrir næsta starfsár, en baðst þá
undan endurkosningu. Var þá í hans
stað, á ársþinginu 1943, kosinn einn
af elstu starfsmönnum félagsins og
fyrverandi forseti þess um mörg ár,
Jón J. Bíldfell, er komið hefir mjög
við sögu þess frá byrjun, eins og
framanskráð yfirlit sýnir.
Á ársþinginu 1942 gerðust þau tíð-
indi, að kona var í fyrsta sinni í sögu
þess kosin í stjórnarnefndina, er Mrs.
Einar P. Jónsson var kosin vara-rit-
ari og var hún endurkosin á síðasta
þingi. Hefir hún haft á hendi ár-
vakra forystu í íslenskukenslu fé-
lagsins og unnið því þarft verk með
þjóðræknisræðum sínum.
Nokkrum dögum fyrir Þjóðrækn-