Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 58
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
bygðum vorum og ofmargir standa
enn utan félagsins, sem þar eiga
heima. Útbreiðslustarfið er því jafn
aðkallandi og verið hefir, þó benda
megi á unna sigra á því sviði á liðinni
tíð.
Þess var að vonum minst þakklát-
lega á tuttugu ára afmæli félagsins,
að þáverandi landstjóri Canada,
Tweedsmuir lávarður, hafði sýnt fé-
laginu og íslendingum í landi hér í
heild sinni þann sóma að taka kjöri
sem heiðursverndari þess (Honorary
Patron). Ánægjulegt er það vissu-
lega að geta skýrt frá því á þessum
tímamótum í sögu félagsins, 25 ára
afmæli þess, að bæði núverandi land-
stjóri Canada, Hans Hágöfgi The
Earl of Athlone, og Sveinn Björns-
son, ríkisstjóri íslands, hafa vinsam-
legast tekið kjöri sem heiðursvernd-
arar félagsins.
í því felst mjög þakkarverð viður-
kenning á félaginu og starfsemi þess,
góðhugur í garð íslendinga í landi
hér og mikill sómi bæði fyrir félagið
og þá. En í því felst einnig eggjan
og áminning um framhaldandi fram-
kvæmd hinnar þríþættu stefnuskrár
félagsins, framsýna þegnhollustu á
grundvelli varðveislu hins göfug-
asta og lífrænasta í hinum íslenska
menningararfi vorum.
Embættismannatal Þjóðræknisfélagsins 1919-1944.
(Talið frá þingi til þings í febrúar ár hvert).
Forsetar
Dr. Rögnvaldur Pétursson 1919-1921.
Séra Jónas A. Sigurðsson 1921-1923.
Séra Albert E. Kristjánsson 1923-1925.
Séra Jónas A. Sigurðsson (aftur) 1925-27.
Séra Ragnar E. Kvaran 1927-1929.
Séra Jónas A. Sigurðsson (aítur) 1929-31.
Jón J. Bíldfell 1931-1933.
Séra Jónas A. Sigurðsson (aftur) 1933-
dó í maí um vorið.
Jón J. Bíldfell (aftur) 1934-1936.
Dr. Rögnv. Pétursson (aftur) 1936-40.
Dr. Richard Beck síðan 1940.
Vara-forsetar
Jón J. Bildfell 1919-1922.
Árni Eggertsson 1922-1924.
Gísli Jónsson 1924-1925.
Séra Ragnar E. Kvaran 1925-1926.
Jón J. Bíldfell (aftur) 1926-1929.
Séra RagnarE. Kvaran (aftur) 1929-1930.
Séra Runólfur Marteinsson 1930-1931.
Séra Ragnar E. Kvaran (aftur) 1931-1934.
Dr. Richard Beck 1934-1940.
Gísli Jónsson (aftur) 1940-1941.
Dr. S. E. Björnsson 1941-1942.
Séra Valdimar J. Eylands síðan 1942.
Ritarar
Dr. Sigurður J. Jóhannesson 1919-1921.
Gisli Jónsson 1921-1924.
Sigfús Halldórs frá Höfnum 1924-1927.
Einar P. Jónsson 1927-1928.
Dr. Rögnvaldur Pétursson 1928-1930.
Séra Ragnar E. Kvaran 1930-1931.
Dr. Rögnv. Pétursson (aftur) 1931-1934.
Bergthór E. Johnson 1934-1936.
Gísli Jónsson (aftur) 1936-1940.
Séra Valdimar J. Eylands 1940-1942.
Dr. Sig. J. Jóhannesson (aftur) 1942-43.
Jón J. Bíldfell siðan 1943.
Vara-ritarar
Ásgeir I. Blöndahl 1919-1924.
Ragnar Stefánsson 1924-1925.
Árni Sigurðsson 1925-1926.
Stefán Einarsson 1926-1927.
Guðmundur E. Eyford 1927-1928.
Séra Runólófur Marteinsson 1928-1930.
Páll S. Pálsson 1930-1932.
Séra Benjamín Kristjánsson 1932-1933.
Dr. August Blöndal 1933-1935.
Séra B. Theodore Sigurðsson 1935-1937.
Bergthór E. Johnson 1937-1939.
Séra Valdimar J. Eylands 1939-1940.