Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 61
LOKARÓÐURINN
37
En landi var náð, þó að löðrið svalt
léki um hár og vanga.
Oft hafði um dagana andað kalt
er einvirkjans bátur á flúðunum valt
í boðum og briminu stranga.
Nú hluturinn dýrkeypti á hafsbotni lá,
og hugurinn kvíða sleginn:
Því hver átti að bæta bátinn hans
eða benda á nýja veginn?
Svo gengur hann heim, — en hans lund er ei létt,
þó er ljósblik í döprum augum,
þar á hann þó himneskan heiðríkju-blett
og hjörtu sem veita honum forgangs-rétt
og vernda hann frá vofum og draugum.
Þar dvelur hann oftast daginn út
á dýrðlegum vina-löndum.
Er sólin lækkar hann labbar af stað
út að löðrandi græðis-ströndum.
Hann horfir á skipin, eitt og eitt,
— öll bera hlut að landi. —
Lendingin flestum gengur greitt,
gjálpandi aldan þeim bagar ei neitt,
svo hér er ei hætta á strandi.
Hann fagnar er einæring flytur að strönd
freyðandi hafsins alda. —
Því hann á þó altaf einn sinn hlut
sem engum þarf skatt að gjalda. —
Þar situr hann hljóður og horfir á
hvítvængjuð skipin lenda.
Órættar vonir, ófylt þrá,
óhugur, kvíði, nú sitja honum hjá,
— en alt mun þó taka enda. —
Svo gengur hann heim, en hans lund er ei létt,
þó er ljósblik í döprum augum.
Þar á hann þó heilagann heiðríkju-blett
og hjörtu, sem verja hann draugum.