Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 62
Leikur í einurn þætti.
Eftir Guttorm J. Guttormsson
Persónur:
Skrifstofustúlkan
Rithöfundurinn
Hornrétt herbergi, er horfir skakt
við áhorfendum, þannig að hornið,
sem er til hægri handar, er fjær en
það sem er til vinstri. Höfðagaflinn
á rúmi sem er undir sængurhimni úr
bláu silki er fast upp við vegginn í
baksýn. Annar aftur-stöpullinn und-
ir sængurhimninum, sá til vinstri, er
fyrir miðju leiksviði. Við vegginn í
baksýn, hægra megin við rúmið er
dragkista með stórum spegli er leng-
ir þann sem fyrir hann ber, á kostnað
gildleikans. Á veggnum, milli rúms-
ins og dragkistunnar hanga nokkur
yfirnáttúrleg málverk af ýmsum hlut-
um, sem eru annað en þeir sýnast og
sýnast annað en þeir eru. Herbergið
er lýst upp af rafljósi í rauðri kúlu
sem hangir undir heiðríkum sængur-
himninum. Nálægt horninu til hægri
handar eru dyr á baðherberginu. —
Framarlega við vegginn til vinstri er
skrifborð — á því eru bækur, blöð,
ritvél og ýms áhöld. Skrifstofustúlk-
an, klædd eins og hjúkrunarkona,
situr við borðið. Rithöfundurinn,
ungur gildur ístrumaður með skalla
og hár ofan á herðar í gráum jakka-
fötum, situr á rúminu hægra megin,
gegnt baðherbergisdyrunum. Skrif-
stofustúlkan og hann verða að horfa
um öxl til að sjá hvort annað, þegar
þau talast við.
Skrifstofustúlkan: Ef þú hefir byrj-
að á upphafi sögunnar, þá hefir þú
farið öfugt að. Þú hefðir átt að
byrja á endanum og feta þig afturá-
bak að upphafinu.
Rithöfundurinn: Þá hefði endirinn
verið upphafið.
Skrifstofustúlkan: Og sagan orðið
ódauðleg.
Rithöfundurinn (byrjar að afklæða
sig) : Mig varðar ekkert um vinnu-
aðferðir. Á því ríður að það, sem
mestu varðar, verði til af sjálfu sér
— skapist ósjálfrátt.
Skrifstofustúlkan: Það getur nú
reynt á þolinmæðina að bíða eftir
því.
Rithöfundurinn: Maður verður oft
að bíða eftir innblæstri, að þetta og
þetta verði til.
Skrifstofustúlkan: Áttu við, að þú
hafir enn ekki byrjað á sögunni?
Rithöfundurinn: Nei. Eg hef hugs-
að mér söguhetjuna — unga stúlku.
Skrifstofustúlkan: Hefirðu gert þér
far um að skilja hana? Þú veist, að
stúlkur eru óskiljanlegar, eilíf ráð-
gáta.
Rithöfundurinn: Heldurðu að eg sé í
nokkrum vafa um stúlku, sem eg
hef skapað sjálfur?
Skrifstofustúlkan: Ef hún hefði
skapast af andagift þinni, mundir
þú hafa þurft langan tíma til að
þekkja hana alveg eins og aðrar
lifandi verur.