Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 64
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
átakanlegan hátt, að því hafi skjátl-
ast. (Heldur áfram að afklæða sig).
Skrifstofustúlkan (tekur blýant og
blað — hagræðir sér í sætinu):
Segðu mér þá alt sem þú veist um
þessa persónu, svo eg geti sett það
niður á blað þér til minnis.
Rithöfundurinn: Jæja, ekki er hægt
að gefa því nafn, sem ekki er til.
Það er sönnun þess að stúlkan er
til, eg læt hana heita Svölu. Fyrstu
ár ævi sinnar læt eg hana vera hjá
foreldrum sínum í afarmiklu eftir-
læti. Foreldrarnir mega ekki af
henni sjá. Hún gengur á lagið,
heimtar af foreldrum sínum alt af
meira og meira. Það er hennar unun
og sæla, að láta hafa sem mest fyrir
sér, ekki síst þegar hún læst vera
sjúk og sárþjáð. Hún er ekki á-
nægð, nema hún sé viss um, að
athygli allra beinist að sér einni.
Henni finst hún sjálf vera sól, og
umhverfis þá sól eigi stjörnurnar
að snúast.
Skrifstofustúlkan (hefir skrifað jafn-
óðum) : Hvað getur annað en ilt
stafað af svona uppeldi? Þarna
getur hið góða haft illar afleiðing-
ar.
Rithöfundurinn: Þá er jafnvel hið
góða ilt, þegar það hefir illar af-
leiðingar.
Skrifstofustúlkan: Og hið illa gott,
þegar það hefir góðar afleiðingar.
Já, þetta er hægt að lesa á milli
línanna.
Rithöfundurinn: Eg hef ástæðu til
að gleðjast yfir því. Það eru ein-
mitt fullkomnustu skáldritin, sem
hafa lesmálið á milli línanna.
Skrifstofustúlkan: Sögupersónur
þínar eru stjörnur sem snúast um-
hverfis sól!
Rithöfundurinn: Já, foreldrarnir. En
þegar hér er komið sögunni, læt eg
þau bæði deyja.
Skrifstofustúlkan (hættir að skrifa) :
Þú gerir ekki rétt, að láta þau
deyja. Þó þú hafi skapað þau sjálf-
ur, hefir þú ekkert vald til þess.
Rithöfundurinn: Þetta gerir guð.
Skrifstofustúlkan: Þú ert nú enginn
guð.
Rithöfundurinn (meiddur — reynir
að gera gott úr því) : Mér þykir
samt vænt um, að þér skuli finnast
sögupersónur mínar svona lífræn-
ar og verulegar. Það er vottur þess,
að mér hefir ekki mistekist að
skapa þær.
Skrifstofustúlkan: Hvað verður svo
um Svölu eftir að hún hefir mist
foreldrana? Það er nokkuð sem al-
menningur á heimting á að fá að
vita.
Rithöfundurinn: Þessi spurning
bendir til þess, að mér muni takast
að vekja áhuga á efni og gangi sög-
unnar.
Skrifstofustúlkan: Það er ekki nóg-
Áhuginn verður að fara vaxandi.
Rithöfundurinn: Eftir að Svala hef-
ir mist foreldra sína, er henni kom-
ið fyrir hjá fólki, sem þykist vita,
að hún sé spilt af uppeldinu, og
ætla nú að ráða bót á því með þeirri
útafbreytni, að láta ekki alt eftir
henni. En hún heldur uppteknum
hætti, að vilja láta alla hafa sig
eina fyrir augunum, sinna sér einni,
stjana við sig og dekra, en árang-
urslaust, henni verður ekki að vilja
sínum. Þá fer hún að fá aðsvif.