Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 65
SKRIFAÐ FYRIR LEIKSVIÐIÐ
41
Skrifstofustúlkan: Aðsvif! Hún
hlýtur að vera veikluð, blessuð
manneskjan, að þola ekki að látið
sé á móti henni.
Rithöfundurinn: Fólkið heldur hún
geri sér þetta upp, til að vekja eft-
irtekt. Málstaður þess er studdur
með því, að stúlkan er óvenju
hraustbygð. Eg hugsa mér hana
eins hrausta og þig.
Skrifstofustúlkan: Ekki mundi líða
yfir mig af illu uppeldi.
Rithöfundurinn: Alveg rétt. Þess-
vegna hlýtur hún að líða í ómegin
af einhverju, sem fólkið veit ekki
hvað er og stendur ef til vill ekki í
neinu sambandi við uppeldið. Þeg-
ar hún stálpast og vitkast, fer að
bóla enn meira á þessum yfirliðum,
einkum er það og helst við gift-
ingaathafnir.
Skrifstofustúlkan: Hættu nú herra.
Mér virðist ekki meiri hætt'a á, að
það komi fyrir við giftingaathafnir
en hérna inni hjá okkur.
^thöfundurinn: Eg verð að láta það
homa fyrir við opinbert tækifæri,
þar sem mest ástæða er til, að fólk-
ið haldi að hún þykist vera sól-
myrkvuð og með sólarkrónu og
vilja draga athygli allra frá brúð-
inni að sér.
Skrifstofustúlkan: En góði minn,
það er næsta ólíklegt að stúlka,
Sem þú segir að sé eins hraust og
eg. þoli ekki að horfa upp á hvíta
glæsibringu, viðhafnarbúning með
blóm í barminum.
Rithöfundurinn: Getur hún ekki
hugsað sér það, sem er undir klæð-
unum — úlfinn, alt það illa, sem á
eftir að afhjúpast og koma í ljós?
^krifstofustúlkan: En með því er
ekki sagt, að slíkar hugsanir geti
valdið því að heilbrigð manneskja
falli í ómegin.
Rithöfundurinn: Af því yfirlið geta
stafað af geðshræringu eingöngu,
getur hraustur líkami ekki komið
til greina. Yfirleitt fara þau frem-
ur eftir ástandi sálar en líkama,
þau mega teljast sálræn.
Skrifstofustúlkan (orðin óþolin-
móð) : Þér verður örðugt að skapa
aðstæður, sem valda því, að stúlka
með heilbrigða sál, eins og eg er
og þú ætlast til að Svala þín sé,
falli í ómegin.
Rithöfundurinn: Eg ætlast ekki til
að þetta velti á heilbrigði sálar né
líkama.
Skrifstofustúlkan (snúðug) : Þú get-
ur ekki ætlast til, að eg skilji þig,
ef þú skilur ekki sjálfan þig. (Gæt-
ir sín — mýkir röddina) : Eftir því
sem höfundarnir eru meiri og
merkilegri, eiga þeir örðugra að
skilja sjálfa sig.
Rithöfundurinn (leggur sig í líma) :
Það sem fyrir mér vakir er þetta:
Þegar það ber fyrir Svölu, sem
henni er framast ógeðfelt og eðli
hennar andvígt — ofboðslegt og
ægilegt frá hennar sjónarmiði, og
ef það er nógu áhrifaríkt, líður yfir
hana. Hið sama mundi ef til vill
engin áhrif hafa á veikbygðari
stúlku með annað viðhorf. Sterk-
um bát getur hvolft í ofviðri, þeg-
ar veikari bátur en stöðugri kemst
heill í höfn.
Skrifstofustúlkan (hugsandi): Mig
skal ekki furða, þó þú finnir ekki
það, sem samsvarar slíku ofviðri;
til þess það finnist, verður það að
vera til.