Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 66
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Rithöfundurinn: Eg hef vakað í
margar nætur og brotið heilann um
þetta, en árangurslaust. Hér þarf
eg á innblæstri og andagift að
halda. Manni er ekki sjálfrátt, að
láta sér nokkuð detta í dug. Hér
verður eitthvað ósjálfrátt að gerast
— eitthvað að verða til af sjálfu sér.
Skrifstofustúlkan: Ef þú aðeins getur
skapað aðstæður sem valda yfirliði
stúlkunnar á svo ólíklegum stað og
tíma og sannfært fólkið um, að því
hafi skjátlast — mundi eg segja að
þetta væri skrifað fyrir leiksviðið.
Rithöfundurinn (uppljómaður af
gleði): Já, það hefir verið mín
hæsta hugsjón að koma fram á leik-
sviði í allri minni dýrð.
Skrifstofustúlkan: Ef ekki skyldi
rætast úr þessum vandræðum þín-
um á annan hátt, er eina ráðið, að
sækja lækni og láta hann gefa vott-
orð um, að yfirlið Svölu sé engin
uppgerð.
Rithöfundurinn (mjög ákveðinn):
Læknisvottorð er ófullnægjandi.
Læknir sér aðeins ástand líkamans
— ekki sálarinnar. Svo er það ekki
nóg, að fólkið trúi lækninum. Fólk-
ið verður að sjá frá sjónarmiði
stúlkunnar þetta, sem veldur yfir-
liðinu, hve ógeðfelt það er í hennar
augum og andstætt hennar eðli.
Samt er ekki nauðsynlegt, að það
hið sama sé jafn andstyggilegt og
viðbjóðslegt í augum fjöldans.
Skrifstofustúlkan (æst) : Ægilegt og
ofboðslegt yrði það að vera, svo
áhorfendurnir féllust á, að ástæðan
væri nægileg (lækkar róminn), en
þá ættir þú á hættu að liði yfir alla
í leikhúsinu.
Rithöfundurinn (gagntekinn af
hrifningu): Hefir nokkurntíma
nokkur þekt áhrifameiri leikslok?
Skrifstofustúlkan: Nei.
Rithöfundurinn (snögglega ótta-
sleginn): Eg verð samt að girða
fyrir að slíkt geti komið fyrir af
mínum völdum. Hið áhrifamesta
er ekki ævinlega hið hollasta. Al-
máttugur forði mér frá, að stofna
heilsu, jafnvel lífi manna í háska
með of áhrifamiklu listaverki.
Skrifstofustúlkan: En þú getur frið-
að samviskuna með því, að þér hefir
enn ekki hugkvæmst neitt sem
mundi valda slíkri byltingu.
Rithöfundurinn (daufur í dálkinn):
Nei, mér má ekki hugkvæmast neitt
svo hættulegt.
Skrifstofustúlkan (óróleg) : Þá vand-
ast málið.
Rithöfundurinn: Já altaf verður
þessi hnútur óleysanlegri og verri
viðureignar. (Hefir nú afklætt sig
öllu nema nærfötunum. Stendur
upp). Úrlausn verð eg að fá, en hún
fæst víst ekki, nema eg gleymi öllu
öðru.
Skrifstofustúlkan: Bara mundu það,
að gleyma ekki sjálfum þér.
Rithöfundurinn (staðnæmist frammi
fyrir speglinum) : Einbeiting hug-
ans er manni ómöguleg án sjálfs-
gleymsku. (Gengur í áttina til bað-
herbergisins): Eg ætla að vita,
hvort eg hressist ekki í baðinu.
Mér kæmi það vel eftir alt vöku-
lagið og heilabrotin. (Opnar dyrn-
ar).
Skrifstofustúlkan: Eg ætla að vélrita
það sem komið er. (Vélritar).
Rithöfundurinn: Eg læt þig vita ef
eg fæ innfall.
Hann gengur hokinn inn í baðher-