Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 67
SKRIFAÐ FYRIR LEIKSVIÐIÐ
43
bergið. Brátt heyrist andvarp, síðan
skvamp í vatninu. Skrifstofustúlkan
hættir að vélrita — stendur upp eins
°S til að varpa af sér fargi og rétta úr
ser ■— varpar öndinni auðsjáanlega
fegin — tekur upp úr vasa sínum lít-
Jnn spegil og andlitspúða — snýr sér
fram og fer að spegla sig og púðra
S1g í framan. Fyrst er þögn, svo
heyrist svamp eins og stór hestur sé
hyrktur upp úr vök.
Rithöfundurinn (kemur fram úr bað-
her'berginu, nakinn og blautur —
ræður sér ekki af fögnuði — stað-
naemist fyrir framan dragkistu-
sPegilinn) : Nú hefi eg fundið úr-
lausnl Úrlausnin er — engin úr-
lausn. Eg á ekki að leysa hnútinn,
áhorfendurnir eiga að gera það
sjálfir. Hámarkið er, að skilja eftir
ráðgátu fyrir þá, að brjóta heilann
um. Hástig leiksins er fólgið í ráð-
gátunni.
Skrifstofustúlkan lítur við — miss-
ir spegilinn og andlitspúðann —
hrópar upp yfir sig og fellur um leið
í ómegin. Rithöfundurinn áttar sig
— sér hvað orðið er — flýr inn í bað-
herbergið — heyrist demba sér á kaf
í baðkerið. Löng þögn. Loftbólur
heyrast springa á yfirborði vatnsins.
TJALDIÐ.
-★
Eftir Dr. S. E. Björnsson
Samfeld og óslitin þróunin þreytir sitt skeið
og þörfin er undirrót hennar á framsóknar leið;
að þægja hennar kröfum var einkenni á allífsins meið
uns áfangastaðnum var náð, sem við dagsetrið beið.
Og sá kraftur, sem magnaði lífskjarnans lögmál, var strit
gegn um lífskend og skynjan og minni og dómgreind og vit.
En um upphaf og tilgang þess alls var hvert vísinda rit
á vitsmunastigi hins blinda, sem dæmir um lit.
Og gangirðu á sólríku vori um laufgaðan lund
þar sem lífseðlið speglar sitt upphaf í komandi stund,
þá veistu að það lifir, þó frjóandin falli í blund
á frækornsins örmum í vetrarins ísköldu mund.
Sjálf þróunin eflaust án afláts mun byggja sér braut
úr birgðum þess efnis, sem hvílir við náttúru skaut.
Og fyrir þann skilning og minni, sem mannsandinn hlaut
verður mál hennar fegurst í gleði og sterkast í þraut.