Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 70
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Noreg og Svíþjóð og kynti sér skóla-
fyrirkomulagið og um það skrifaði
hann bókina Lýömentun (1903).
Næstu tvö árin veitti þingið hon-
um enn 2200 á ári til að kynna sér
alþýðufræðsluna í landinu sjálfu.
Fór hann um alt land og athugaði
ástandið í öllum föstum barnaskól-
um landsins, nema í Aðalvík. Reit
hann um þetta skýrslu og undirbjó
fyrir stjórnina lög um barnafræðsl-
una, lög um kennaraskóla, reglugerð
fyrir mentaskólann, og voru tillögur
hans samþyktar í flestum atriðum.
Átti hann að verða fræðslumála-
stjóri, en þegar til kom var Jóni
Þórarinssyni fengið embættið. Heyrt
hefi eg að Guðmundur hafi fallið í
ónáð hjá stjórninni, vegna þess að
hann var á annari skoðun í ritsíma-
málinu og lét þá skoðun sína uppi á
bændafundinum fræga, sem háður
var í Reykjavík um málið. Ef þessi
skýring er rétt, þá er hún a. m. k.
ekkert einsdæmi, síst nú á dögum.
En hvernig sem á þessu stóð,
þá var Guðmundur atvinnulaus í
Reykjavík næstu árin (1905—1907).
Eigi var hann þó vinnulaus, því auk
þess sem hann stundaði kenslu, þá
var hann ritstjóri Skírnis. Undir
hans ritstjórn var Skírni breytt úr
árlegu söguriti í tímarit um marg-
vísleg efni, og var sú breyting mjög
til bóta, og hlýtur að hafa aukið vin-
sældir tímaritsins, enda er Skírnir
enn að mestu í því formi.
Árin 1907—1910 var Guðmundur
styrkþegi Hannesar Árnasonar sjóðs-
ins og stundaði heimspekisnám (sál-
arfræði) í Kaupmannahöfn, París og
Berlín; ferðaðist hann sumarið 1908
til ítalíu og Sviss og sendi ísafold
ferðasöguna, en næsta sumar fór
hann nokkuð um Þýskaland og Aust-
urríki (til Vínar). Kom hann heim
sumarið 1910 og flutti þá um vetur-
inn Hannesar Árnasonar fyrirlestra
sína, er brátt voru prentaðir undir
nafninu Hugur og heimur (1912).
Árið 1911 var hann fulltrúi íslands á
1000 ára hátíð Normandís í Rúðuborg
og í París, en um haustið varði hann
doktorsritgerð sína, Den Sympatiske
Forstaaelse (1911) við Hafnarhá-
skóla (frönsk þýðing kom út í París
1913).
Þegar heim kom, varð hann 1.
bókavörður við Landsbókasafnið
(1911—1915). Á árunum 1916—1918
hafði hann styrk af þinginu til sál-
fræðirannsókna og var einkakennari
við Háskólann, en 1918 var hann
gerður að prófessor í hagnýtri sálar-
fræði við Háskólann og hélt því
embætti til 1924. Þá var kreppa og
hart í ári og allmikill vilji á þingi
að skera niður embætti til sparnað-
ar. Varð Guðmundur fyrir því: tóku
þeir af honum prófessors-embættið,
en veittu honum í staðinn stöðu
Landsbókavarðar, sem hann hefir
haldið síðan. Guðmundur Finnboga-
son hefir haft ýmis merk aukastörf
um dagana. Hann var í Mannanafna-
nefndinni 1914-15, og Mentamála-
nefndinni 1920-22. Árið 1916 buðu
forstöðumenn Jóns Bjarnasonar
skóla honum til Ameríku; fór hann
þá í fyrirlestraferð um fslendinga-
bygðir austan Klettafjalla. Um leið
greip hann tækifærið og kynti sér
sálfræðis-kenslu og vinnurannsóknir
í Bandaríkjunum. f stjórn Bók-
mentafélagsins hefir Guðmundur
verið síðan 1912 og forseti félagsins