Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 71
GUÐMUNDUR FINNBOGASL/N SJÖTUGUR
47
síðan 1924. Eins og fyr segir var
hann ritstjóri Skírnis 1905-7, og aftur
1913-20; þá sagði hann af sér vegna
þess að stytta varð ritið að mun.
Hann tók við ritstjórn aftur 1932 og
hefir haft hana síðan. Árið 1942 var
hann í Mentamálaráði. Að lokum
hefir hann verið ritstjóri Iðnsögu
íslands (I.—II., 1943) og ritað í
hana langa kafla.
Guðmundur hefir verið fulltrúi
íslands við ýms hátíðleg tækifæri
(eins og hátíðina í Rúðu) eða á
norrænum eða alþjóðlegum mótum.
Þannig fór hann tvisvar til Genf
(1929 og 1935) sem fulltrúi í Nefnd
Mþjóða-samvinnu í mentamálum
(Commission Internationale de Co-
°Peration Intellectuelle). Árið 1938
s°tti hann þýsk-norrænt mót í Lu-
heck og hélt þar erindi um ísland (í
Tag des Nordens, Lubeck 1938 og
N°rdland Fibel, Berlín 1938).
Guðmundur kvæntist 1914 Lauf-
eyju Vilhjálmsdóttur, systur Hall-
^órs skólastjóra á Hvanneyri. Hafa
þau átt sex börn, þrjá drengi og þrjár
stúlkur, en mist tvær stúlkur.
III.
Aftan við sjötugsafmælisrit Guð-
^uundar, Huganir, er ritskrá, er Finn-
Ur Sigmundsson bókavörður hefir
lekið saman. Er hún tólf síður þétt-
Prentaðar í annálsformi. Hefst hún
órið 1897, og greinir síðan ár hvert
hvað komið hafi út af bókum, grein-
Utn’ ritfregnum, útgáfum og þýðing-
um. Er það allmikið safn, en í því
eru um fimtán stórar bækur frum-
samdar, auk smærri rita, sem nema
munu nálægt tug. Greinarnar hefi
eS ekki talið, en þær eru eflaust
milli 200 og 300; líklega eru ritdóm-
arnir ennþá fleiri. Þá eru þýðing-
arnar full tylft af bókum og loks eru
útgáfurnar a. m. k. sjö bækur.
Ef reynt er að flokka þessa fram-
leiðslu eftir efni, þá kemur i ljós að
Guðmundur hefir skrifað mikið um
fræðslumál og sálarfræði, bæði al-
menna og hagnýta ásamt heimspeki,
talsvert um pólitík, margar greinar
um menn, mikið um íslenskt þjóð-
erni, íslenskar bókmentir, íslenska
tungu, og loks hefir hann skrifað
f jölda greina eða “hugana”, sem hann
nú kallar, sem stundum er erfitt að
flokka af því að þær koma svo víða
við.
Ef slept er þýðingunum frá fyrstu
árum Guðmundar í háskólanum, má
telja að ritstörf hans hefjist fyrir
alvöru með bókum hans og skýrslum
um fræðslumál: Lýðmentun (1903)
segir frá reynslu á Norðurlöndum,
en Skýrsla um fræðslu barna og
unglinga veturinn 1903—1904 (1905)
frá ástandinu innanlands, en á þess-
um tveim forsendum er bygt frum-
varp hans til fræðslulaga (1905) sem
í öllu verulegu var í lög tekið eins
og hann gekk frá því. Féll það
þannig í hans skaut að leggja grund-
völlinn að núverandi skólakerfi
landsins. Eru barnaskólar með skóla-
skyldu, kennaraskóli, gagnfræða-
skólar og hinn almenni mentaskóli
sniðnir eftir þessum lögum. En
skylt er á það að líta, að Guðmundur
var hér ekki brautryðjandi heldur
maðurinn er lagði smiðshöggið á til-
raunir hinna eldri manna, er fyrir
þessu höfðu barist, en það voru real-
istarnir alt frá því að Gestur Pálsson
réðst á forntungnanámið í latínu-