Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 73
GUÐMUNDUR FINNBOGASON SJÖTUGUR
49
Auðséð er að Guðmundur dregur
víða að sér efni í þennan aðalkafla
rits síns, en ekki virðist hann þar
ganga fast í spor neins kennara,
heldur fara frjáls sinna eigin ferða.
En í innganginum (um vísindalega
þekkingu og aðferðir hennar) kveðst
hann helst fylgja skoðunum Wil-
helm Ostwalds, William James og
Henri Bergson, sem hann kveðst
eiga mest að þakka, enda hlustaði
hann á fyrirlestra hans hálfan annan
vetur í París. Geymir Hugur og
heimur m. a. kenningu Bergsons um
samband meðvitundar og líkama.
Frá sjónarheimi (1918) á í því
sammerkt við Den sympatiske For-
staaelse, að það er eiginlega fagur-
fræði sjónarinnar. Guðmundur spyr
um það, hver áhrif sýnin hafi á oss
°g hversvegna manni þyki þetta fag-
Urt og hitt ljótt.
^etta eru aðalrit Guðmundar í al-
rr'ennri heimspeki. Auk þess hefir
Huðmundur skrifað margar ritgerðir
um ýmsa heimspekinga eða þýtt
hafla úr ritum þeirra og yrði slíkt
°f langt upp að telja. Meðal þess-
ara höfunda eru: William James,
W. H. Myers, H. Bergson, G. Sim-
meh G. Th. Fechner, Wilh. Oswald,
°g W. McDougall, en af ritunum
skulu nefnd: “Ódauðleiki manns-
ms , “Ýmsar tegundir trúarreynslu”
James, Skírnir 1905), Máttur
nianna (eftir sama, 1925) ; “Um listir”
(H. Bergson, Skírnir, 1906), “Kenn-
lng Bergsons um trúarbrögðin”
(Skírnir, 1933) og Samlíi — þjóðlíf
(1932) að miklu eftir W. McDougall:
The Group Mind (1920). Er af þessu
auðséð að Guðmundur hefir unnið
eigi all-lítið verk í því að kynna
löndum sínum þá heimspeki, sem
hann hefir sjálfur þóst finna snjall-
asta með samtímamönnum sínum.
Á þeim árum sem Guðmundur var
prófessor í hagnýtri sálarfræði
(1916-24) skrifaði hann þrjár bækur
auk fjölda greina um þau efni. Bæk-
urnar eru Vit og strit (1915), Þörfin
á vinnuvísindum (1916) og Vinnan
(1917), en hin fyrsta var að mestu
safn greina, sem áður höfðu birtst.
En í bókum þessum og greinum get-
ur að lesa leiðbeiningar um réttan
lestur, um auglýsingar, um slátt, um
mótak, um fiskverkun, um síldar-
vinnu, um ráðningarskrifstofur, á-
samt almennari hugvekjum um
vinnu, kapp og met, nám og starf.
Engar tölur segja mér vitanlega um
árangur þessara vinnuvísinda, en þó
hygg eg að menn hafi lesið leiðbein-
ingarnar af forvitni og þá oft reynt
að fylgja þeim, þar sem menn sáu að
betur mátti fara. Man eg það að eg
smíðaði mér orf eftir fyrirsögn Guð-
mundar og tók upp sláttulag það er
hann mælti með, og það með góðum
árangri eftir því sem eg komst næst
mælingalaust.
Á árunum 1904—1907 tók Guð-
mundur, eins og áður segir, nokkurn
þátt í pólitík, það síðasta ár skrifaði
hann sem landvarnarmaður nokkrar
greinar í blaðið Ingólf. Árið áður
(1906) hafði hann líka látið til sín
taka í fánamálinu með ræðu við fána-
hvöt stúdentafélagsins í Reykjavík
(29. nóv.), og greininni “Smáþjóð—
stórþjóð” (Skírnir, 1906). Eftir það
skrifar hann ekki um langan tíma
neitt nema fyrirlesturinn “Bannmál-
ið”, (Ingólfur 1. og 8. nóv. 1911) —
á móti banninu.