Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 74
50
TÍMARIT ÞJÖÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Það er ekki fyrr en með Stjórnai-
bót (1924) að hann tekur aftur til
máls, og þá meir sem hagnýtur sálar-
fræðingur og kennari heldur en sem
maður mitt í baráttunni. Segir hann
svo frá í upphafi bókar, að sig hafi
dreymt stjórnarfyrirkomulag, sem
ætti við jafnt í stærsta heimsveldi
sem í minsta bekkjarfélagi í skóla,
en mundi það eitt um það, er hann
vaknaði, að stjórn féll, þegar hún
reyndist ekki starfi sínu vaxin, enda
var þá altaf ný stjórn til taks að
taka við verkum hennar. Á þessum
árum gekk kreppa yfir landið og
komu þá sem oftar mjög í ljós gallar
þingræðis og flokkstjórnar, enda
fóru þá ýmsir á stúfana að benda á
þá (Þórbergur Þórðarson, Bréf til
Láru 1924, Sigurður Þórðarson, Nýi
sáttmáli, 1925, Guðmundur Hannes-
son, Út úr ógöngunum, 1926). En þó
að Guðmundur yrði fyrstur til með
Stjórnarbót, þá höfðu tímaritin rætt
málin að nokkru (G. Hannesson get-
ur þess í sinni bók). En auk ýmissa
nýmæla, sem Guðmundur kom með,
svo sem að landið yrði alt eitt kjör-
dæmi, þá var sú tillaga nýstárlegust
að stjórnir og embættismenn áttu að
falla jafnskjótt og að þær stæðust
ekki þá mælikvarða, sem leggja
skyldi á þá, — í líkingu við hina
amerísku próf-mælikvarða í menta-
stofnunum og skólum. f bókarlok
reyndi Guðmundur að hengja bjöll-
una á köttinn og afstýra stríðum
með því að skylda leiðtogana til að
vera í fyrstu víglínunum. Sú tillaga
kvað ekki vera ný í sögunni, en eigi
hefir hún borið meiri árangur en
Kellogg-sáttmálar, eða hið allra-
nýjasta herbragð Rosevelts, er hann
lét sendiherra sinn bjóða Hitler að
berjast með þeim vopnum einum er
reiða mætti um öxl(!!).
Skylt þessu, en miklu almennara,
enda sniðið eftir bók McDougall’s
The Group Mind er ritið Samlíf —
þjóölíí 1932.
Hinsvegar er aftur tekið fastara á
málunum í Úrræöi, Nokkrar greinar
um landsmál (1936). Þetta var í ann-
ari krepputíð, og vakti það fyrir
Guðmundi að endurskipuleggja
framleiðslu og neyslu, iðnað og listir
ásamt stjórnarfarinu á þann hátt, að
landsmenn byggi sem mest að sínu
eigin, þar sem erlendu markaðirnir
virtust vera að lokast hver um annan
þveran. Morgunblaöiö birti þessar
greinar (17. jan. — 15. febr. 1936) og
fór um þær lofsamlegum orðum, en
ókunnugt er mér, hvort þær hafa
haft áhrif á stjórnarstefnuna, þótt
hún að sjálfsögðu hlyti að beinast í
svipaða átt fyrir aðhaldið frá útlönd-
um. En sannleikurinn er sá, að það,
sem oft virtist liggja í augum uppi,
ef hugsað var fyrir alla þjóðina, varð
oft óframkvæmanlegt vegna þess að
það reið í bág við flokkshagsmuni;
um þessi tvö viðhorf hefir Guð-
mundur skrifað greinina “Stéttvís —•
þjóðvís” (Lesb. Mbl. 11. apr. 1937)-
Og markar sú grein að sjálfsögðu
viðhorf Guðmundar til hinna ís-
lensku stjórnhátta síðan 1918. Hann
er enginn flokksmaður og honum er
ljós hætta sú er leiðir af sundrungu
þeirri er þeir skapa í þjóðlífinu.
Það væri að vonum, að sálarfræð-
ingi þætti gaman að virða menn fyr-
ir andans sjónum sínum, enda liggja
allmargar mannlýsingar eftir Guð-
mund Finnbogason. Á fyrstu árum