Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 75
GUÐMUNDUR FINNBOGASON SJÖTUGUR
51
skrifar hann um fornmenn: Egil
Skallagrímsson (Skírnir 1905), Ing-
ólf Arnarson (1906), Kormák og
Steingerði (Skírnir 1907), og á síð-
ustu áratugunum hefir hann oft
skrifað afmælisgreinar eða eftirmæli
eftir merka menn og vini sína. —
(Guðm. Hannesson sextugur 1926, E.
kf- Kvaran sjötugur 1929, f Einar
Prófastur frá Hofi 1931, f Finnur
Jónsson prófessor 1934, H. Her-
ttiannsson sextugur 1938, o. s. frv.).
hefir hann skrifað greinir um
Tómas Sæmundsson (Skírnir 1907),
ör. Björn Bjarnason frá Viðfirði
(Skírnir 1919), og — heila bók — um
afreksmanninn Vilhjálm Stefánsson.
En annars virðist honum ljúfast
að skrifa um skáldin, helst ljóð-
skáldin, og skáldskap þeirra. Hann
skrifar um Egil (oft), Kormák, Einar
Benediktsson (Skíinir 1905), Matt-
hías Jochumsson (í Minningarriti
1905 og Eimr. 1935), Benedikt Grön-
(í B. Gröndal áttræður 1906),
Jónas Hallgrímsson (Skírnir 1907),
^teingrím Thorsteirísson (Skírnir
*914). Stephan G. Stephansson (f
^öröur 1927), Guttormur J. Gutt-
°rmsson (Lesb. Mbl. 11. sept. 1938).
§ hann skrifar um Einar Jónsson
^yndaskáld (Myndir 1925), en af
Sagnaskáldum hefir hann aðeins
skrifað um Guðmund Friðjónsson
(Vaka 1929). Hér eru ekki taldar
l35ðar hans, en þar ræðir hann, auk
SUrnra þeirra sem nú eru nefndir,
p1^ Uannes Hafstein, Dr. Helga
elurss, E. H. Kvaran, Kristmann
uðmundsson, Hallgrím Pétursson
o Kjarval. Eru ræður þessar mjög
njallar og sumar mjög einkennandi
yrm manninn sem þær lýsa.
Hinar fáu undantekningar gera
ekki annað en að sanna regluna um
það, að honum þykir vænst um ljóð-
skáldin, enda kemur ljóða-ást hans
fram í fleiru. Það þarf ekki að lesa
margar greinar eftir hann til að sjá
að hann hefir ljóðin á hraðbergi við
svo að segja hvert tækifæri; virðist
hann vera einhver mesti kvæðasjór
þeirra manna sem nú rita á íslensku.
Og að það hefir löngum verið yndi
hans að safna ljóðum um ýms efni
sýna vísnasöfn hans og ljóða: Aí-
mælisdagar (1907), Hairæna, sjávar-
ljóð og siglinga (1923), Dýraljóð
(1931) og Sólin í ljóðum (Lesb. Mbl.
2. júní 1939). f þessu sambandi má
líka að vissu leyti telja Matthías
Jochumsson, Ljóðmæli, úrval (1915)
og Vestan um haí (1930), úrval úr
ritum Vestur-íslendinga gert í sam-
vinnu við Einar H. Kvaran.
Hér er nú komið að sterkustu þátt-
unum í starfi Guðmundar: glímu
hans við íslenskt þjóðerni, einkum
eins og það lýsir sér í íslenskri
tungu og íslenskum bókmentum. Er
þetta alt mjög samtvinnað og eigi
verða rit hans um bókmentirnar
heldur vel greind frá því sem hann
hefir skrifað um skáldin, og áður er
talið.
Það er því kanske rétt að líta fyrst
á hlut bókmentanna. Má flokka
greinar hans um þær í tvent: greinar
um nútíðarbókmentir, þ. e. nútíma-
skáldin, sem þegar eru talin, og
greinar um fornskáld og fornan
skáldskap, sem flest er enn ótalið og
skal því snúið að því fyrst.
Ein af fyrstu greinum Guðmund-
ar eru greinarnar um Egil Skallá-
grímsson, Kormák og Steingerði.