Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 78
54
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
nefndarálit og nafnaskrár. Gefið út
að tilhlutun Stjórnarráðs íslands
samkvæmt lögum nr. 41, 10. nóv.
1913. Reykjavík 1915), þá kom það í
ljós, að sterkur flokkur málhreins-
unarmanna var á móti því að menn
spiltu svo málinu, að taka upp hinn
útlenda ættarnafnasið yfirleitt. Með-
al þeirra er í móti mæltu voru menn
eins og Árni Pálsson, Alexander Jó-
hannesson og fyrst og fremst Bjarni
Jónsson frá Vogi, er beittist fyrir
andstöðunni á Alþingi með þeim á-
rangri að ný ættarnöfn voru bönn-
uð með lögum 1925, sem enn eru í
gildi og varða um hinn forna skírn-
ar- og föðurnafnasið íslendinga.
Sá siður er nú að mestu útdauður
í Vestur-Evrópu; þó halda konungar
og enskir lávarðar skírnarnafnasiðn-
um (þ. e. skírnarnafnið en ekki eftir-
nafnið er notað í ávarpi og umtali:
Sir William og King George) en
Rússar halda enn föðurnafnasiðnum
(Alexandrovitsj=Alexandersson) og
ætti íslendingum ekki að verða
skotaskuld úr að bera dæmi þeirrar
stórþjóðar fyrir sig til að réttlæta
fastheldni sína við forna nafnvenju.
21. mars 1908 kom út í ísafold
greinin “Móðurmálið” eftir Guð-
mund Finnbogason. f þessari grein
gerir hann þá tillögu að lærðir menn
verði skipaðir í nefnd til þess að
móta ný orð fyrir sjómenn, iðnaðar-
menn og verslunarmenn. Guðmund-
ur skrifaði grein þessa í París og má
vera að samtýni við Franska aka-
demíið (L’Academie Francaise) hafi
kveikt hugsunina um samskonar
stofnun fyrir íslenskuna. Eigi var
það þó í fyrsta sinni að íslendingum
hafði flogið slíkt í hug, því Einar
Benediktsson hafði vakið máls á því
í Sunnanfara 1891. Grein Guðmund-
ar hafði heldur ekki sýnileg áhrif að
sinni.
En 30. október 1918 flutti Dr.
Björn Bjarnason frá Viðfirði ágæt-
an fyrirlestur, “Nýyrði”, á vegum
Verkfræðingafélags íslands (stofn-
að 1912), og var fyrirlesturinn birt-
ur í Tímariti Verkfræðingafélagsins
(1918). Björn leit svo á að höfuð-
annmarki málsins væri ekki skortur
á orðum um nýja hluti, heldur festu-
leysi í notkun nýyrðanna. Til þess
að festa notkunina vildi hann að
safnað yrði tækniorðum innan iðn-
félaga og annara stofnana með sér-
orðaforða, og úr því vinsað eða bætt í
skörðin eftir þörfum.
Var þessi tillaga tekin til athug-
unar af félaginu á fundi 26. mars og
þar var samþykt að koma á fót
“fastri starfsnefnd til þess að safna
tekniskum heitum og nýyrðum ís-
lenskum”. Er sagt frá nefnd þessari
í Tímariti Verkfræðingafélagsins
1919, bls. 52.: “f nefndinni sitja þrír
fastir starfsmenn, og eru það pró-
fessorarnir dr. Guðmundur Finn-
bogason og dr. Sigurður Nordal og
vegamálastjóri Geir T. Zoega; auk
þess eru fengnir til aðstoðar sérfróð-
ir menn í hverri grein, sem starfað
er að.” Ennfremur er frá því skýrt,
að nefndin sé tekin til starfa við sjó-
mannafræðina, að Tímarit Verk-
fræðingafélagsins muni framvegis
birta orðalistana, og að ýms félög 1
Reykjavík hafi lofað að styrkja
nefndina með fjárframlögum (sam-
tals 1400 kr. á ári). í næsta hefti
Timaritsins (bls. 53—55) skrifar svo
Guðmundur um nefndina, sem hann