Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 81
GUÐMUNDUR FINNBOGASON SJÖTUGUR
57
sennilegt, að hið ómjúka loftslag og
hið harða land hafi stuðlað að kyn-
bótum hins íslenska þjóðarstofns
með úrvali þeirra, er sterkastir voru
1 lífsbaráttunni (Darwin). Þetta
sama efni er nú tekið til vandlegrar
meðferðar í ritinu Land og þjóö er
fylgdi Áibók Háskólans 1921. Er
þar athugað hvaða áhrif lega lands-
og stærð, landskostir, loftslag og
landslag hafi á þjóðina og það eigi
aðeins í heild, heldur og í sérstökum
landshlutum. Af útlendum ritum
sem til samanburðar eru tekin kveð-
Ur mest að Ellsworth Huntington,
Civihzation and Climate (1915), því
sjónarmið Huntingtons og Guð-
mundar eru mjög lík, og þegar Hunt-
ington skrifar bók sína The Charac-
ter of Races as Influenced by Physi-
cal Environment, Natural Selection
and Historical Development (1924),
þá skýrir Guðmundur frá efni henn-
ar’ að því leyti sem það snertir ís-
fendinga í “Eðlisfar íslendinga”
(Skírnir 1925). Má telja víst að
þetta hafi orðið honum uppörvun að
balda áfram rannsóknum um þessi
efni. Auk þess stóð nú fyrir dyrum
bin mikla þjóðhátíð fslendinga 1930,
°g leit Guðmundur á hana sem nokk-
u^skonar dómsdag fyrir þjóðina
( 1930”, Andvari 1926 og “Dómsdag-
Urinn 1930”, Lesb. Mbl. 24. jan. 1926),
þ- e' tækifæri til að staldra við og
Sera sér grein fyrir andlegum þroska
Slnum eigi síður en veraldlegum
framförum. Sem hátíðis - greinar
skrifaði hann þá líka “Lífsskoðanir
lslendinga til forna” fyrir Tímarit
£‘Í°dræknisfélagsins, “Alþingi 1117”
yrir Skírni og “Alþingi og menta-
málin fyrir Sögu Alþingis (óútkom-
in). En í greinum eins og “Um mann-
lýsingar” (Eimr. 1925) og “Hug-
vekja” (Skírnir 1928) er höfundur-
inn að leita að sjónarmiðum að lýs-
ingu einstaklinga og þjóðar, og “ís-
lendingar og dýrin” (Skírnir 1931)
eru beinlínis einn þáttur í menning-
arsögu þjóðarinnar.
Loks eru niðurstöðurnar af
þessum rannsóknum dregnar saman
í ritinu íslendingar, nokkur drög aö
þjóöarlýsingu (1933). í þessu riti,
sem kom út á sextugsafmæli höfund-
ar, leggur hann sama mælikvarða á
þjóðina eins og hann hafði lagt á
einstaklinga í öndverðum rithöfund-
arferli sínum. Einstaklinga og þjóðir
á ekki að meta eftir allri frammi-
stöðu þeirra, heldur eftir því sem
hver um sig hefir best gert. Og eins
og einstaklingur verður ekki metinn
eftir því sem hann gerir sjúkur eða
andlega tröllriðinn, þá má ekki dæma
þjóðina eftir þeim verkum sem hún
framleiðir á öldum kúgana og niðr-
unar. “Hvort er íslenskara,” spyr
Guðmundur, ‘Glaður ok reifur | skyli
gumna hverr | uns sinn bíður bana,’
eða ‘svartagallsraul’ og ‘heimsósóm-
ar’ frá 17. öld? Eg held hið fyrra.”
Eftir þessum sjónarmiðum skrifar
svo Guðmundur um uppruna íslend-
inga, landnámsmenn, stjórnarskipun
þeirra, lífsskoðun, trú og “hjátrú”,
eða dulspeki — Guðmundur kallar
kaflann um það “huliðsheima”. Þá
skrifar hann um málið, íslenskuna,
sögurnar og kveðskapinn, hina dýru
hætti og kenningarnar, sem hann
skilur svo vel. í beinu framhaldi af
því er kafli um listir og íþróttir. Þá
er kafli um landið frá sömu sjónar-
miðum og í Land og þjóö og annar