Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 82
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
um sambúð íslendinga við skepnur
sínar eins og hún hefir markast í
máli og bókmentum þjóðarinnar. Þá
kemur fyrst tilraun til að vinna þjóð-
arsvipinn úr þúsund einstökum
mannlýsingum og síðan úrval úr um-
sögnum erlendra höfunda um landið,
“þeirra er mér virðist hafa lýst henni
af mestri þekkingu og skilningi.” í
kaflanum “Frá ýmsum hliðum” dreg-
ur höfundurinn fram eigi aðeins hin-
ar bjartari minningar, heldur einnig
sumar af skuggahliðum sögunnar til
skýringar máli sínu, og í niðurlags-
kafla dregur hann dæmin saman og
gerir nokkurn samanburð við útlend-
ar þjóðir um bókaútgáfu íslendinga.
Þetta höfuðrit Guðmundar var
einstætt á sínum tíma. Sambærileg
að nokkru leyti eru rit Jóns Jóns-
sonar Aðils íslenskt þjóðerni og
einkum Gullöld íslendinga, sömu-
leiðis íslenskir þjóðhættir eftir Jón-
as Jónsson. Öll þessi rit taka ís-
lenska menningu til meðferðar. En
það er eigi aðeins að hin andlega hlið
menningarinnar sé tekin fastari tök-
um í köflum Guðmundar, heldur er
alt mat hans persónulegra og meir
við nútíðina bundið. Að vísu er að-
dáun Jóns Aðils á Gullöldinni með
ósviknum blæ síns tíma ekki síður
en fyrirlitning sr. Jónasar á kredd-
unum, kerlingabókunum, fátæktinni
og sóðskapnum. En báðir vilja þeir
lýsa menningu þess tímabils, sem
þeir taka til meðferðar sem trúast,
og báðir taka menningu hversdags-
lífsins sérstaklega föstum tökum.
Þeir eru realistar í vísindalegri
hugsun.
Guðmundur skygnist aftur á móti
fyrst og fremst eftir andanum, eðlis-
farinu, og þeim verðmætum, sem enn
standa í fullu gildi á markaði nútíð-
arinnar. Hann hugsaði sér að rit sitt
mundi geta varið rúm sitt í ritsafn-
inu Legacy oí Nations. Það var eins-
konar Arfur íslendinga. Og í fram-
tíðinni mun það eflaust borið saman
við hið mikla rit Nordals með því
nafni. Líklega á það fyrir sér að
standa í nokkrum skugga af stall-
bróður sínum. Enginn skyldi þó
ætla að riti Guðmundar verði gleymt
og það þótt ekki sé tillit tekið til
þess, að það kom fyrr út. Því strand-
högg Guðmundar í andans ríki ís-
lendinga eru alt of skelegg til þess
að minning um þau geti nokkurn-
tíma firrst að fullu.
Framleiðsla Guðmundar á síðasta
tug ævinnar hefir borið sama mark-
vissa svip, sem einkendi störf hans
áður. Merkast af því sem hann hefir
skrifað nýtt er tvímælalaust Iðnsaga
íslands (1943) unnin á síðustu fimm
árum. En auk þess hefir hann unnið
að því að “marka og draga í land”
hið besta, sem hann hafði rætt og
ritað á langri og starfsamri ævi.
Komu ræður hans út þegar hann var
hálfsjötugur (1937), en greinasafnið
á sjötugsafmælinu (1943).
Hér verður fyrst greint frá Iðn-
sögunni sem út kom í tveim stórum
bindum, útgefin af Iðnaðarmannafé-
laginu í Reykjavík 1943.
Upptökin að því verki eru að vísu
hjá Iðnaðarmannafélaginu í Reykja-
vík, sem á fundi 21. jan. 1937 tók að
velta því fyrir sér, hvort ekki væri
ráðlegt að halda upp á 75 ára afmæli
félagsins 3. febr. 1942 með slíku riti.
Báru fundarmenn vandkvæði sín fyt'
ir Guðmund, en hann flutti erindi
k