Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 85
GUÐMUNDUR FINNBOGASON SJÖTUGUR
61
mu góður. Upphaf hans var ekki
°líkt fæðingu Aþenu, sem hljóp al-
brynjuð úr höfði Seifs. Menn sem
hljóta slíkt eðli í vöggugjöf eldast
heldur ekki nema heilsan bili.
Af þessum ástæðum er það einlæg
ósk mín Guðmundi til handa, að
hann megi enn verða áttræður eða
níræður karl, en halda þó fjöri sínu
og andlegum vaskleik. Er það trúa
mín að úr þeim belg, þótt skorpna
næði nokkuð af elli, muni enn mörg
skilin orð koma, sem íslendingum er
betra að hafa en missa.
S£31i]ni
Eftir Guttorm J. Guttormsson
Hver mannssál er geimur af mána og sólu lýstur,
— I manni er geimurinn sá ekki allur hýstur —
Því fleiri sem eru og meiri á manni gluggar,
Því meiri er ljósbirtan inni og færri skuggar.
Og þroskinn er fólginn í þessu: að lyfta upp blæjum,
Svo þurfi ekki ljósið að utan að vera á gægjum,
En komist það geti í herbergin öll óhindrað
Og hvarvetna, jafnvel í afkimum, lýst og tindrað.
Eg tala ekki um, ef að tylt er upp spegli á þilið,
Að tvöfalda dýrðina — ljósið og geislaspilið,
Og opnaðir gluggarnir allir að veita inn straumi
Af ilmlofti fersku, með lífssöngvaklið og glaumi.
Við vitum að fyrir sér veggirnir eiga að hrynja,
— Því veðrin á þekjunni hlífðarlaust einatt dynja —
Þá samlagast rúminu úti það rúm, sem var inni,
Og eilífi geimurinn verður ei stærri né minni.
Að alt, sem var hugsað og aðhafst og séð og lifað,
Og alt, sem var talað, á hljómkringlu standi skrifað,
Og hljómkringlan fari’ undir norðljósa nál að snúast
Að náttúrulögum í geimnum — við því má búast.