Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 86
Eftir J. Magnús Bjarnason
Eg hefi oft tekið það fram í þessum
þáttum af íslendingum í Nýja-Skot-
landi, að eg hafi verið vikadrengur í
gullnámu austur við hafið sumarið
1880. Eg var þá 14 ára gamall. Eg
hefi líka getið þess, að eg hafi haft
fæði og húsnæði, þann tíma, hjá ís-
lensku námupiltunum sex, sem unnu
þar í námunni. Hús (eða shanty)
þeirra stóð undir þéttum greniviðar-
runni hátt í hlíðinni fyrir norðan
námuþorpið og skamt frá þjóðvegin-
um, sem lá yfir Elgsheiðar og austur
að sjó. Nokkrum sinnum bar íslenska
gesti þar að garði, og einn þeirra var
eiríhleypur maður, rúmlega þrítugur
að aldri, sem hét Sighvatur. Föður-
nafn hans heyrði eg víst aldrei nefnt,
en hann hafði tekið sér viðurnefnið
Sutherland skömmu eftir að hann
fluttist til Ameríku.
Eg man vel eftir því, þegar Sig-
hvatur kom til okkar. Það var á laug-
ardagskvöld, snemma í ágústmánuði
(1880). Hann kom þá frá Nýfundna-
landi, þar sem hann hafði verið í
vinnu, í koparnámu, í þrjú eða fjögur
ár. Hann var nú í þann veginn, að
teggja af stað suður til Boston, en
þangað var bróðir hans kominn fyrir
rúmu ári. Sighvatur kom til okkar,
til þess að kveðja íslensku námupilt-
ana, sem hann þekti vel, og einn
þeirra var náfrændi hans.
Sighvatur var tæplega meðal-mað-
ur að vexti, dökkhærður, snareygður
og einarðlegur. Eg heyrði íslensku
námupiltana segja það um hann, að
hann væri duglegur og trúverðugur
verkmaður, en nokkuð sérkennilegur
í lund, og að hann sæti jafnan fast við
sinn keip, þegar því væri að skifta.
Þeir höfðu allir verið honum sam-
ferða frá íslandi til Ontario, sumarið
1874, og fóru með honum austur að
hafi, þá um haustið. En hann skildi
við þá í Nýju-Brúnsvík, og fór þaðan
næsta sumar til Halifax, Lockeport,
og annara staða þar á ströndinni, og
síðan til Nýfundnalands.
Sighvatur var hjá okkur frá því á
laugardagskvöld og þangað til á
mánudagsmorgun. Það var í eina
skiftið, sem eg sá hann. Og eg veit
mjög lítið um hann, þó að eg að vísu
heyrði hans nokkrum sinnum getið
eftir að hann fluttist til Bandaríkj-
anna. En eg man eftir smásögu einni,
sem hann sagði íslensku námupiltun-
um, skömmu áður en hann kvaddi þá,
og hún er á þessa leið:—
Á ferðastjái mínu hér um Atlants-
hafsströndina, sumarið 1875, fékk eg
alt í einu af tómri tilviljun atvinnu
hjá heildsölufélagi nokkru, sem átti
þrjú stór vörugeymsluhús í allstórum
hafnarbæ. Yfirmaður félagsins hét
Milman. Hann var kominn á efra
aldur, þegar eg kyntist honum. Hann
þótti fremur vinnuharður og stirður
í lund, en áreiðanlegur í viðskiftunn-
Strax vildi hann vita, hverrar þjóðar
maður eg væri, því að hann heyrði, að
eg átti erfitt með að mæla á enska
tungu. Og þegar eg sagði honum að