Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 87
SIGHVATUR
63
eg væri f slendingur, virtist mér hann
eiga bágt með að trúa því.
“íslendinga hefi eg aldrei á aevi
rninni augum litið,” sagði hann, “og
eg hefi því enga hugmynd um, hvern-
ig útlits þeir eru; en Norðmenn, Svía
°g Dani hefi eg séð, og þér svipar til
sumra þeirra. Þú ert, meira að segja,
ekkert ólíkur sumum ungum mönn-
UIn, sem hingað hafa komið af Norð-
ur-írlandi.”
“Samt er eg íslendingur,” sagði eg,
“°g eg er fæddur og uppalinn á fs-
iandi.”
“Sjálfsagt er það satt, fyrst þú
staðhæfir það,” sagði hann hálf-
kuldalega; “það væri líka næst kjána-
iegt, að þú kallaðir þig íslending, ef
þú værir það ekki.”
Milman hafði hátt á þriðja tug
U’anna í þjónustu sinni, og sumir
þeirra voru búnir að vera þar í mörg
ár, 0g eg gat ekki annað merkt, en að
°Uum líkaði vel að vinna þar og þætti
laun sín viðunanleg. Eg var þar í
Uasstum tvö ár, og allan þann tíma
v°ru þar sömu mennirnir, að undan-
teknum vökumanninum. Sami vöku-
utaður var þar sjaldan lengur en tvo
til þrjá mánuði, af hvaða ástæðu sem
það var. Vökumaðurinn, sem var þar,
þegar eg kom þangað, var látinn fara
eftir rúman mánuð, og hann kom
þangað aldrei aftur. Næsti vöku-
rrtaður var búinn að vera þar tæpa
þrjá mánuði, þegar honum var visað
Ur vistinni. Og hann kom aldrei á
þ*r slóðir aftur. Eg heyrði engan
minnast á það, af hverju að þessir
menn voru látnir hætta vökumanns-
Starfinu; það var eins og engum þætti
það undarlegt. En eg fékk þá hug-
rnynd, að vökumannsstaðan við vöru-
húsin hans Milmans væri í meira lagi
vandasöm.
Með því að eg þóttist viss um, að
eg mundi hafa stöðuga atvinnu við
vöruhúsin um all-langan tíma, þá
bygði eg mér dálítinn bjálka-kofa
spölkorn fyrir austan vöruhúsin og
skamt frá sjónum. Og fékk eg leyfi
til þess hjá Milman, því að heildsölu-
félagið átti þar landspildu. Eg keypti
mér litla stó, dálítið borð, tvo ódýra
stóla og bedda. Og þarna bjó eg einn,
og fann fljótt, að það var að stórum
mun kostnaðarminna en að fá fæði og
húsnæði á gistihúsi inni í bænum.
Svo var það einn dag, vorið 1877,
að Milman mintist á það við mig, að
sig langaði til, að eg tæki að mér
vökumannsstarfið.
“Á morgun læt eg þann mann fara,
sem haft hefir vökumannsstarfið á
hendi, nú í tvo mánuði,” sagði Mil-
man; “hann er að vísu góður maður,
en hann er ekki starfinu vaxinn. Þú
hefir aftur á móti, að eg hygg, flesta
þá kosti til að bera, sem vökumaður
þarf að hafa. Eg vil að þú byrjir það
starf ánnað kvöld, og ef þér fellur
það vel, og félaginu líkar við þig, þa
verður þú hér áfram, og laun þín
verða hækkuð ofurlítið um næstu
mánaðamót. Þú verður að vera hér
við vöruhúsin frá því, að verkamenn-
irnir hætta vinnu sinni á kvöldin og
þangað til að þeir taka til starfa að
morgni. En þú mátt fara heim til
þín hverja nótt, um miðnættið, til
þess að borða; en mundu það, að vera
kominn hingað aftur innan eins
klukkutíma. — Annað kvöld veiti eg
þér nánar leiðbeiningar næturvarð-
arstarfinu viðvíkjandi.”
Eg sagði Milman að eg skyldi