Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 90
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
En gesturinn var eftir við kofadyrn-
ar og kallaði á eftir mér:
“Hvað er nú langt til dags?”
“Klukkan er bráðum eitt eftir mið-
nætti,” sagði eg.
Hann sagði eitthvað, en eg heyrði
ekki, hvað það var. Og eg var því
mjög feginn, að sleppa frá honum.
Næstu nótt fór eg ekki heim í kof-
ann minn, svo að eg yrði ekki fyrir
heimsókn af flökkumanninum. En
eg hafði með mér tvær sneiðar af
brauði og te í gla'si. — Þegar klukkan
var tvö um nóttina, þurfti eg, að
vanda, að fara inn í austasta vöru-
geymsluhúsið, til þess að opna þar
vissa glugga og loka öðrum. Og þeg-
ar eg var að opna hliðardyr á húsinu,
varð eg þess var, að stór maður stóð
skamt frá mér. Og þó að mjög dimt
væri úti, sá eg strax, að það var sami
maðurinn, sem komið hafði til mín í
kofann tvær undanfarandi nætur.
Var nú ekki laust við, að það gripi
mig dálítill geigur, því að mér datt
í hug, að skeð gæti, að maður þessi
væri alt annað — og verra — en blátt
áfram umrenningur.
“Hver er þar?” sagði eg.
“Kunningi þinn,” var svarað. Og
maðurinn kom fast upp að dyrunum
(á vöruhúsinu), sem eg var búinn að
opna til hálfs.
“Hingað og ekki lengra!” sagði eg.
“Eða hvað viltu?”
“Eg vil eyða þeim hluta, sem eftir
er nætur, til þess að skeggræða við
þig og stytta þér stundir, og á þann
hátt launa þér gestrisni og vinsemd,
sem þú hefir sýnt mér, umkomulitl-
um landshornamanninum.”
“En þú verður nú að fara héðan
undir eins,” sagði eg í skipandi rómi;
“því að eg fer hér inn í vöruhúsið og
verð þar önnum kafinn þangað til að
dagur ljómar.”
“Eg fer með þér inn í húsið, hvort
sem þú vilt eða ekki,” sagði hann.
“Eg segi, að þú ferð ekki með neinu
móti inn í þetta vörugeymsluhús!”
“Þú getur ekki varnað mér inn-
göngu,” sagði hann. “Eg er stærri
og sterkari en þú.”
Um leið og hann sagði þetta, greip
hann í mig nokkuð sterklega, og
reyndi að ýta mér frá hurðinni, sem
enn stóð í hálfa gátt. Eg tók á móti,
þótt eg byggist við, að það hefði litla
þýðingu, því að eg fann strax, að hann
var jötunn að afli, og að eg var undur
léttur í höndunum á honum. En um
leið og hann sveiflaði mér frá dyrun-
um á vöruhúsinu, brá eg ósjálfrátt
fæti fyrir hann, og varð það til þess,
að hann datt og slepti tökum á mér
um leið. Hann var nokkuð seinn til
að rísa á fætur, og þóttist eg vita, að
hann hefði meitt sig.
“Eg vona, að þú hafir ekki meitt
þig mikið,” sagði eg og hallaði aftur
hurðinna á vöruhúsinu. “En mundu
það, að þessi bylta var sjálfum þér að
kenna. Stattu upp og farðu þína leið,
og komdu hingað aldrei framar.”
Hann stóð upp, en fór hægt að því,
og horfði svo þegjandi á mig nokkur
augnablik og sagði í lágum rómi:
“Segðu mér nokkuð: Er nú langt
til dags?”
“Eg sé ekki á úrið mitt í þessu
myrkri,” sagði eg. “Og svo er eg
ekki hér til þess, að tilkynna fólki,
hvað nóttunni líður. Starf mitt er
aðallega í því fólgið, að vaka hér um
nætur og sjá til þess, að flakkarar og
misyndismenn brjótist ekki inn í