Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Side 91
SIGHVATUR
67
þessi vörugeymsluhús. Farðu því
undir eins í burtu héðan.”
Eg sagði þetta með hálfum huga,
því að eg er að eðlisfari kjarklítill og
langt frá því, að vera hraustmenni;
°g eg þóttist vita, að þessi ungi,
hrausti landshornamaður mundi þora
við mig, hvar og hvenær sem væri.
Hann hafði vafalaust afl á við þrjá
tnenn á mínu reki.
“Fyrst þú ert svona innrættur,”
sagði hann lágt og seint, “þá er víst
best, að við skiljum í þetta sinn.”
“Já, og um aldur og ævi!” sagði eg.
Hann lagði af stað og fór hægt, og
eg sá, að hann gekk í áttina til bæj-
arins.
Næstu nótt, um miðnættið, fór eg
heim í kofann minn og drakk fulla
skál af heitu te í góðu næði. Og eg
varð ekki var við neinn á ferð þá nótt,
hvorki við kofann né vöruhúsin. Það
var aðfararnótt fimtudags, — svo liðu
fjórar nætur, og alt var með kyrrum
kjörum á þeim slóðum, sem eg fór
Urr>. En næsta mánudagsmorgun,
þegar eg var að fara heim, og verka-
toennirnir voru að koma í vöruhúsin,
gekk einn þeirra í veg fyrir mig og
sagði mér, að Milman vildi finna mig
að máli á skrifstofu sinni um klukk-
an níu fyrir hádegi.
Eg þóttist vita, að nú ætti að vísa
mér úr vistinni.
Þegar klukkan var níu þenna morg-
Un» gekk eg yfir í skrifstofu Mil-
mans, sem var kippkorn frá vöruhús-
Unum. Þá hittist svo á, að Milman
var ekki viðlátinn, var að tala við
mann í næsta herbergi, en einn skrif-
stofuþjónanna sagði mér, að hann
mundi koma innan örfárra mínútna,
og bað mig að bíða, og vísaði mér til
sætis.
Þá er eg var nýsestur, tók eg eftir
því, að ungur maður, stór vexti og vel
til fara, sat við lítið borð í einu horni
skrifstofunnar og var að líta yfir
nokkur skjöl, sem láu á borðinu fyr-
ir framan hann. Mér varð hverft við,
þegar eg gætti að honum, því að eg
sá undir eins, að þetta var sami mað-
urinn, sem þrívegis hafði komið til
mín um miðnætti og búinn eins og
fátækur flakkari. Hann tók von
bráðar eftir því, að mér var starsýnt
á hann, og kinkaði hann til mín kolli.
En eg lét sem eg tæki ekki eftir því.
Alt í einu stóð hann upp, tók skjölin
af borðinu og rétti þau að manni, sem
sat við borð skamt frá mér. Og um
leið og hann gekk fram hjá mér, laut
hann að mér og sagði:
“Þú kannast við mig að líkindum.
Eg hefi heimsótt þig fyrir víst þrisv-
ar sinnum; og eg stend í þakkarskuld
við þig fyrir góðar viðtökur.”
“Það er hreinn óþarfi, að vera að
þakka það,” sagði eg.
f því gekk hann að dyrunum, sneri
sér við sem snöggvast, horfði á mig
fáein augnablik, og fór út.
Eg vék mér að skrifstofuþjóni, sem
sat nálægt mér, og spurði hann, hver
hinn ungi maður væri, sem gengið
hefði út.
“Hann er stjúpsonur herra Mil-
mans,” svaraði skrifstofuþjónninn,
“og er nýkominn heim úr löngu ferða-
lagi um Norðurálfuna.”
Skömmu síðar kom Milman inn í
skrifstofuna, heilsaði mér hlýlega, og
bað mig að ganga inn í næsta her-
bergi, því að hann ætlaði að tala þar
við mig nokkur orð.