Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 92
68
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Svo gengum við inn í næsta her-
bergi, þar sem hann vanalega tók á
móti viðskiftamönnum heildsölufé-
lagsins.
“Nú ertu búinn að vera hér vöku-
maður í heilan mánuð,” sagði Mil-
man, þegar við vorum sestir; “og eg
get sagt þér það, að eg vil að þú
haldir þeim starfa áfram enn um hríð,
og eg ætla að hækka laun þín um
einn dollar og sjötíu og fimm cents á
viku. Stjúpsonur minn álítur þig
trúverðugan vökumann og mælir ein-
dregið með því, að laun þín séu hækk-
uð.”
“En eg get sagt þér nokkuð, herra
Milman,” sagði eg. “Á síðastliðnum
tíu mínútum hefi eg komist að þeirri
niðurstöðu, að það sé mér fyrir bestu,
að hætta vökumannsstarfinu undir
eins. Eg segi því embætti af mér á
þessari stundu, og eg tek ekki við
hærri launum fyrir vinnu mína síð-
astliðinn mánuð en þeim, sem þú lof-
aðir í fyrstu að greiða mér. Eg vona,
að þú skiljir það, þó að mér veitist
erfitt að koma orðum að því á ensku,
að viðskifti okkar eru þegar á enda.”
“Hvernig víkur þessu við?” sagði
Milman og var bersýnilega alveg
hissa. “Af hvaða ástæðu viltu fara
úr þessari stöðu, einmitt þegar þér er
hrósað fyrir árvekni og dugnað og
þér er boðin launahækkun?”
“Stjúpsonur þinn veit orsökina,”
sagði eg.
“Það er ómögulegt, að hann viti or-
sökina til þess, að þú segir upp stöðu
þinni,” sagði Milman; “hann hefir
gefið þér þann vitnisburð, að þú sért
í alla staði hæfur til þess, að vera hér
næturvörður: að þú sofir ekki (þegar
þú átt að halda vörð), að þú bragðir
ekki áfengi, og að þú leyfir engum að
fara með þér inn í vöruhúsin um næt-
ur.”
“En hvernig gat hann vitað þetta?”
spurði eg.
“Hann hafði sín ráð til að komast
að því.”
“Já, auðvitað,” sagði eg; “en hann
gjörði það á þann hátt, sem ekki átti
við mig.”
“Þú mátt ekki kippa þér upp við
það, þó að hann beitti óvenjulegri að-
ferð til þess að komast að vökumanns-
hæfileikum þínum og mannkostum,”
sagði Milman eftir stundarþögn. “Þú
ert útlendingur — þú segist vera ís-
lendingur — og hér nærlendis er
enginn, sem kannast við þig — eng-
inn, sem nokkru sinni hefir kynst
íslending. Mér reið það á miklu, að
vera viss um, að þú gætir leyst af
hendi það verk, sem eg vildi fela þér
á hendur. Stjúpsonur minn bauðst
til að taka það að sér, að komast að
einhverri niðurstöðu í því efni. Og
hann er vel ánægður með árangurinn
af þeirri tilraun.”
“En hvað sem því líður,” sagði eg,
“þá er eg fastráðinn í því, að hætta
við vökumannsstarfið og fara héðan
alfarinn.”
“Vel og gott!” sagði Milman; “eg
vil ekki, að neinn sé vinnumaður
minn á móti vilja sínum. En eitt skal
eg segja þér, og það er þetta: að þu
verður að vera hér ennþá vökumaður,
að minsta kosti í hálfan mánuð, sam-
kvæmt reglum okkar, svo að eg hafi
tíma til að útvega nýjan vökumann.
“Eg heyri og hlýði,” sagði eg.
kvaddi Milman og gekk heim í kof-
ann minn.
Eg hélt svo áfram að vera vöku-