Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 93
SIGHVATUR
69
niaður enn í tvær vikur. Og þegar eg
kom aftur á skrifstofu heildsölufé-
lagsins, til þess að sækja kaup mitt og
afhenda lykla og ljósker, þá spurði
Milman mig á ný, hvort eg væri enn
fastráðinn í því, að fara úr vistinni.
Eg kvað það vera.
‘Mér er það ekki ljúft, að sjá þig
fara í burtu,” sagði hann og tók í
hönd mína, “en eg óska þess af heil-
Utn hug, að gæfan fylgi þér ávalt.
Parðu vel!”
Nokkrum dögum síðar seldi eg
bjálkakofann minn, stóna, beddann,
borðið og stólana fyrir allgott verð.
Og það var Milman, sem útvegaði
mér kaupandann. — Ekki all-löngu
þar á eftir fluttist eg til Nýfundna-
lands og fékk þar vinnu í koparnámu.
★ ★ ★
Þannig er saga sú, er eg heyrði
Sighvat segja íslenskum námupiltum
í Nýja-Skotlandi snemma í ágúst-
mánuði 1880.
ID|| ©fft þaip dlvel. . .
Eftir Jakobínu Johnson
Eg oft þar dvel sem eygló skær
á ævi liðna birtu slær.
Þar geymist alt sem orku krafði,
og alt sem mildi hrjóstrin vafði.
— Ef langar gest að líta inn,
þá ljómar glatt um salinn minn!
Á þessum hugans helgistað
eg hlýði á raddir víða að.
Eg sé í fjarlægð sögur gerast,
en söngvar mjúkt að eyrum berast
með tóna-sambönd næm og ný,
sem nema þrái eg framtíð í.
Mig heillar austræn undrasögn
um ókunn, dulræn goða mögn.
Mig seiðir gnoð með seglum þöndum
í suðræn höf að pálma ströndum;
þar óvænt skraut og ilmur býr,
svo opnast heimur stór og nýr.