Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Qupperneq 97
HEIMSSKOÐUN FORFEÐRA VORRA
73
(Gylfag. 17). í sjónum umhverfis
jörðina er Miðgarðsormurinn, og bít-
ur í sporð sér. Við ystu takmörk
hafsins eru klettarnir myndaðir úr
beinum Ýmis. Heimkynni goðanna
er tengt undirheimum með brúnni
^ifröst. Bifröst er regnboginn sjálf-
ur, og sílogandi til að aftra frostum
jötunheima. Niflheimar eru svo langt
frá Ásgarði, að það tók Óðinn níu
uætur á hinum áttfætta Sleipni að ná
þangað. Versta vistarveran í Nifl-
heimum er Náströnd. Þakið og dyrn-
ar á heimkynni þessu eru þaktar
hvæsandi höggormum sem spýta
eitri. f gegn um þetta verða mein-
særismenn og morðingjar að vaða, og
taka þannig út hegningu fyrir illverk
sín. Efst í limi Yggdrasils situr örn
einn mikill, en á milli augna honum
er haukur sá er Veðurfölnir heitir,
horfir hann hvössum augum á alt sem
gerist á jörðu. Hið græna lauf trés-
ins er beitiland hið besta fyrir Heið-
rúni, geit Óðins, en hún veitir Ásum
mjólk. Hreindýrin Dáin, Dvalinn,
Uuneyrr og Duraþrór, eru þar einnig
a beit, og hunang drýpur af hornum
þeirra ofan á jörðina. íkornin, Rata-
toskur, ímynd rógburðarins, er á sí-
feldum þönum milli arnarins efst í
trénu og Níðhöggs, höggormsins sem
vefur sig um rætur trésins, og leitast
viö að eyðileggja það. Ber hann
stÖðugt öfundarorð á milli þeirra.
Niðhöggur er stöðugt að naga rætur
hfstrésins; hefir hann sér til aðstoðar
Vlð það starf ótal slöngur og orma.
^eir vilja fella tréð, og ríki goðanna.
^áðu megin við lífstréð ,eru þursar
sern kasta eldi og ís ofan í Ginnunga-
gap.
Pornmenn reyndu einnig að gera
sér grein fyrir dægraskiftum, árstíð-
um og veðurfari; stóð það alt í sam-
bandi við jötna. Narfi var jötunn er
átti heima í Jötunheimum, hann átti
dóttur sem Nótt hét, var hún svört
sem hún átti kyn til. Með Delling
þriðja manni sínum, sem var af ætt-
um Ása átti hún son þann er Dagur
hét, líktist hann föður sínum og var
bjartur yfirlitum. Tók nú Óðinn
Nótt og Dag son hennar, gaf þeim
sína kerruna og sína tvo hesta hvoru
og sendi þau upp á himinn. Var þeim
falið að ríða á hverjum tveimur dægr-
um umhverfis jörðina. Nótt ríður
Hrímfaxa, og á hverjum morgni
vökvast jörðin af méldropum hans.
Hestur sá er Dagur ríður heitir Skin-
faxi, og um leið og hann hleypur lýs-
ist jörðin og loftið af faxi hans.
Vindar stafa af vængjataki Hræ-
svelgs, en hann er jötun, sem stendur
á norðurenda himinsins. Svásúður,
er hinn blíði og sællífi faðir sumars;
andstæða hans og keppinautur er
Vindsvalur. Er hann grimmur og
harðbrjósta, og hefir veturinn skap-
lyndi hans. Sól og Máni eru börn
Mundilfara. Sólin er kvenvera ; keyr-
ir hún tvo hesta um loftið er heita
Árvakur og Alsviður. Undir bógum
þeirra beggja eru tveir vindbelgir til
að kæla þá. Sólin er á stöðugum
flótta um loftið, og stafar hraði henn-
ar af því. Úlfurinn Skoll eltir sólina
og vill ná henni á vald sitt, en annar
úlfur, Hati, hleypur á undan henni og
vill ná í tunglið.
Snemma tóku menn eftir því,
hversu gæfu lífsins er misskift og
hamingjan hverful. Þetta stafar af
verkum skapanornanna, en þær eru
þrjár: Urður, Verðandi og Skuld.