Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 99
wTTTMggynfrrTN forfeðra vorra
75
■^asr hafa bústað sinn við brunn undir
enda Bifrastar, og þar úthluta þser
niönnum aldri og örlögum. Fleiri
nornir koma einnig til greina í þessu
sambandi, og sumar þeirra miður
góðar. Góðar nornir skapa gæfu, en
óhamingja stafar frá illum nornum.
Þannig var heimsskoðun forfeðra
vorra í höfuðdráttum. Við þessa
heimsskoðun bsettist svo margbreytt
goðafræði. Helstir goðanna voru
Óðinn, Þórr, Týr, Heimdallur, Freyr,
Njörður, Bragi, Baldur og Loki, og
svo kvengoðin Frigg, Freyja, Sif og
Iðunn. Hvert um sig höfðu þessi goð
sína sérstöku eiginleika og sitt á-
kveðna hlutverk í stjórn heimsins og
o^annanna. Þetta er langt og flókið
efni, og verður ekki rakið hér, enda
er það kunnugt flestum íslendingum
þeim er þetta rit lesa.
í^ess var getið hér að framan, að
heimsskoðun þessi muni tæpast frum-
^eg með forfeðrum vorum, en að þeir
kafi tekið hugmyndir sínar víðsvegar
að, vinsað úr þeim, aukið þær og lag-
að eftir staðháttum sínum. Er hér um
sambland tveggja kenninga að ræða,
Seni alt fram á þennan dag er haldið
fram á vettvangi trúar og vísinda. Er
þar annarsvegar sköpunarsaga hinna
ýmsu austurlandaþjóða, sem gerir ráð
fyrir skapandi veru, er standi á bak
við alla tilveruna, og hafi valdið upp-
hafi hennar á vissum tíma. Ummæli
ems og þau sem standa í sambandi
við sköpun Ýmis, að hann hafi orðið
fli með krafti þess er til sendi hit-
ann” virðast benda á að fornmenn
hafi hugsað sér einhverja vissa skap-
andi máttarveru. Hinsvegar kemur
framþróunar kenning sú sem birtist
1 goðafræði Grikkja og Rómverja
hér einnig í ljós. Ummælin um það,
að hvernig hinar ýmsu vitundarverur
hafi orðið til fyrir áhrif elds og ísa,
þenslu og þoku, minna mjög á ýmsar
tilgátur vísindanna um þetta efni.
Ýmislegt í heimsmynd forfeðra
vorra, er þá einnig hliðstætt við goða-
fræði Hindúa. í báðum trúarkerfun-
um eru hinir illu andar í fangelsum
undirheima um hríð. Þeir brjótast
út þaðan og berjast við guðina, vinna
sigur á þeim, en farast um leið sjálfir.
Bæði kerfin tala um hinn mikla eld,
sem brýst út á jörðunni og eyðilegg-
ur alla hluti, og síðan um sköpun
nýrrar jarðar þar sem réttlætið og
friðurinn búa. Samkvæmt trú Hindúa
og Persa safnast góðir menn saman
eftir dauðan á “himmala.” Þaðan er
komið nafn Himalaya f jallanna í Mið-
Asíu, en þar töldu menn heimkynni
goða sinna. Þetta er sami verustað-
urinn og Gimli forfeðra vorra, og
“himinn” kristinna manna.
Þá er margt í heimsskoðun og eink-
um þó í goðafræði forfeðra vorra,
sem bendir á kristin áhrif, enda er
enginn efi á því að kristnin hafði
mikil áhrif á Norðurlöndum löngu
áður en hún var viðtekin formlega. í
upphafi var friður og farsæld á meðal
goðanna. En Loki (Lucifer) kemur
brátt til sögunnar. Hann er illur
andi og friðarspillir. Hann veldur
dauða Baldurs hins góða. Þá fer
valdi goðanna að hnigna, og Ragna-
rökkur (heimsendir) færist nær. Al-
heímsófriður hefst. Allar góðar ver-
ur berjast með Óðni, sem heldur her
sínum út frá Valhöll, en allir illir
andar koma á móti þeim úr Niflheimi
undir forystu Loka.
Baldur er sú góðvera sem helst má