Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Blaðsíða 101
HEIMSSKOÐUN FORFEÐRA VORRA
77
tunglanna, sá er stilla myndi gang
þeirra at vilja sínum, ok myndi sá
yera ríkr mjök ok máttugr.” Forn-
^uönnum var ljóst, að þeir höfðu ekki
fundið sannleikann í þessum efnum,
°& að alt þetta, sem snerti sköpun
jarðar og íbúa hennar, guði og goð,
överga og djöfla, var skáldskapur
einn. Snorri segir: “En til þess at
^eldr mætti frá segja eða í minni
testa, þá gáfu þeir nöfn með sjálfum
Ser öllum hlutum. . . En alla hluti
skildu þeir jarðligri skilningu, því at
þeim var ekki gefin andlig spekðin.”
Hvernig er svo háttað heimsmynd
v°rri, niðja þessara manna, eftir þús-
undár? Vér höfum þegið í arf ávöxt-
lnn af athyglisgáfu og rannsóknum
yrislóðanna öld eftir öld. Vissulega
eigum vér gleggri og sannari heims-
^ynd en þeir, og er það að vonum.
ísindagreinar þær, sem þeir lögðu
Vlsirinn til, hafa tekið dásamlegum
framförum. Þó vantar mikið á, að
vér skiljum enn sigurverk sólkerf-
anna, eða þann undramátt sem felst í
iðrum jarðar, eða í lofti og legi. Sið-
gæðishugmyndirnar hafa einnig
skýrst og þroskast, en grundvallar-
lögmál hins sanna siðgæðis er enn hið
sama. Hið illa og góða heyir enn
baráttu sína, en hnefarétturinn er enn
sá eini dómstóll, sem menn vilja lúta.
Guðfræðin er enn harla sundurleit,
og sjálfri sér ósamkvæm. Svo virð-
ist að ýmsir kunni ekki nú, fremur
en þá, “deili á skapara sínum” þrátt
fyrir þúsund ára kristni. Að öllu at-
huguðu lítur það svo út, að vér stönd-
um ekki í slíkri óraf jarlægð frá hinni
frumstæðu heimsmynd forfeðra
vorra, sem hið umliðna tímabil bendir
til. Enn skiljum vér flesta hluti
“jarðligri skilningu” og erum yfir-
leitt naumast aflögufærir af hinni
andlegu speki.
-★
Vs<!5
Eftir Kristján Pálsson
Sterk og þögul, fóstran fárra ljóða,
Fellur hægt að vatnsins djúpu skál,
Fram um lendur löngu horfnra þjóða.
Liðinna tíða hreystiríka sál
Er sem rísi á fljótsins gullnu gárum
Gleymd, en bundin, þrungin harmi sárum,
Þegar máninn, svifinn suðurleiðir,
Sumarnætur álfagullið breiðir
Yfir græna bakka og breiðan ál.
Eikur fornar arma sterka rétta
Út á fljótsins blævi hreyfða rönd;
Laufi þöktu limi saman flétta
Leggja fram á djúpið skugga bönd,