Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Page 102
78
TlMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Sem þær vildu úr dulardjúpi seiða
Dauðra svipi, og inn í skóginn leiða
Þá, sem áður birkibarkar kænum
Beittu fram úr skógarvíkum grænum
Stefndu að veiðum hug og traustri hönd.
Herská þjóð, sem hreysti og frelsi unni,
— Horfin nú í gleymsku og þagnar bönd —
Átti hér, en ekki verja kunni,
Allra gæða rík og fögur lönd,
Stjórnlaust frelsi og hyggjuþrotin hreysti
Hindurvitnum galdramanna treysti;
Skurðgoð lýðsins hlutlaus, hreykt á stalli
Hnigu sjálf að þegna sinna falli;
Tröðkuð, slegin tímans refsi hönd.
Hreystin ein ei falli firrir þjóðir.
Frelsi taumlaust skapar þrældóms bönd.
Þar, sem vitið ver ei feðra hlóðir,
Vonlaust stríð er háð um bú og lönd.
Geti enginn hafist hærra en fjöldinn
Hjátrú blind og skaðvæn þrífur völdin,
Goð og þjóðin sigrast ofurafli: —
Andi og viljinn ráða lífsins tafli;
Sveigja að verki sjálfa tímans hönd.
Frumskraut þitt er fjárráns hendi slegið
Feldir skógar, tvístrað söngva her,
Borgar rusl á bakka fegurð dregið,
Bylt í strauminn því sem verra er,
Tign þín lifir, aðeins fremst að ósi
Undir mánans sumarnætur ljósi.
Ljós og skuggar opna hulda heima,
Hug minn laða forna tíð að dreyma. —
Andinn mikli ræður ríkjum hér.