Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1943, Síða 103
Eftir Gísla Jónsson
Allar sannar menningarþjóðir eru
minnugar á sína bestu menn. Þeir
eru vitarnir, sem lýsa þeim á göngu
sinni. Oft skeður það að vísu, að
ekki er komið auga á þá fyr en þeir
eru horfnir af sviðinu. En þeir halda
^fram að lifa, og á einstökum tíma-
^nótum staldra menn við á vegferð-
inni og krjúpa í lotningu að kumbl-
Utn þeirra.
það er rétt, sem
°f hefir verið sagt,
að hverja þjóð beri
að meta og dæma
eftir sínum ágætustu
sonum og dætrum,
Þa standa frændur
v 0 r i, r, Norðmenn,
t*a r framarlega í
^ylkingu. Og ef
Þjóðin hefði nú ekki
verið í tröllahönd-
Urn. þá hefðu óefað
farið fram hátíða-
höld á síðastliðnu
sumri- um þvert og
endilangt landið í minningu þess
s°nar, sem einna björtustum ljóma
kefir orpið á listahiminn þjóðarinn-
ar og eiga þeir þar þó marga ljóm-
andi stjörnu. Á eg þar við tónskáldið
Edvard Grieg, sem átti hundrað ára
^ðingarafmæli snemma sumarsins.
Vér minnumst þess oft, er “sál vor
rakk af helgum hetjusögum” frá
errn tíma, er Noregur var glæsilegt
°nungsríki og íslensku skáldin
glæsilegustu kapparnir við hirðir
hinna ágætustu konunga. En svo
breyttist það alt. Þjóðin sofnaði. Og
verður ekki farið þar út í frekari
söguleg atriði.
Einhversstaðar heyrði eg norska
þjóðsögu um tvö tröll, sem sváfu í
dimmum helli. Eftir alda svefn
rumskaðist annað tröllið, ýtti við
rekkjunaut sínum og sagði: “Það er
að verða kalt hér
inni.” Eftir sjö ár
rumskaðist hitt
tröllið, sneri sér og
svaraði: “Já, það er
að verða kalt.” Þessa
sögu hafa Norðmenn
stundum heimfært
upp á sjálfa sig.
Vitanlega sofnaði
þ j ó ð i n aldrei til
fulls, því á meðan
stjórn og yfirvöld
voru bundin á klafa
útlendra konunga,
þróuðust ýms þjóð-
leg fræði og listir,
svo sem sagnir, söngvar og dansar
með viðeigandi stemmum og slögum.
En þegar þeir loksins rumskuðust
fyrir alvöru í byrjun síðustu aldar,
þá vissu þeir ekki fyr en “útver og
sveit var iðandi af vöknuðum mönn-
um”. Og er þjóðin verður þess vís,
að íslendingar höfðu skráð og varð-
veitt frá glötun fortíð þeirra, sögu og
ljóð, þá rísa óðar upp menn, sem ekki
aðeins fara um sópandi hendi og
safna f jársjóðunum heima fyrir, eins